Thursday, April 19, 2007



Saelt veri fólkid, og fyrir íbúa Íslands óska ég theim gledilegs sumars.

Thegar ég fór frá pabba og co í Bornholm, thurfti ég ad bída í Köbenhavn í ca. 4 tíma milli lesta. Thar sem ekki er haegt ad fara í bíó í Thýskalandi (vegna thess ad allt er dubbad) thá sá ég mér gott taekifaeri ad nota tímann í bíóferd. Viti menn! Thar var verid ad sýna myndina 300.
Ég vissi thad ad ég mundi aldrei ná henni í bíó heima og ákvad ad skella mér thví ég mundi eftir thví ad ég lofadi mér ad sjá hana í bíói.
Ég sé ekki eftir theirri ákvördun!

Thessi mynd...thetta listaverk, er eitt thad besta sem ég hef séd á silfurtjaldinu.

Ég var gjörsamlega slegin allan tímann. Ég fann og heyrdi hjartslaátt minn. Allan tímann. Thegar ég gekk út thá thurfti ég ad ganga í 20 mín bara til ad ná áttum og róa mig nidur. Ég, já ég, stóri víkingurinn...táradist í bíói. Man sídast eftir thví er ég fór á ET med mömmu í Laugarásbíói. À sídustu öld. Fyrir langa löngu.

Ef Zack Snyder leikstjóri mun ekki hljóta tilnefningu og jafnvel valin til Óskarsins, thá haetti ég ad trúa á thetta (Óskarinn). Leikarar algjörlega til fyrirmyndar og grafíska vinnslan er ólýsanleg.
Átti ég eftir ad minnast á kvikmyndatökuna....VÀÀÀ!!!!
Klipping, hvadan koma svona listamenn eiginlega???

Ég vil bara benda fólki (myndin er ekki fyrir vidkvaemar taugar) á ad ekki missa af thessu listaverki. Og ef enn er verid ad sýna hana í bíói á thínum stad?

Fardu og sjádu hana!

Ef ekki.
Keyptu thér risaplasma og leigdu hana.

3 comments:

  1. Reyndar er óskarsverðlaunaafhendingin búin ástin mín og ég man bara engan vegin hvort þessi mynd hafi verið tilnefnd fyrir eitthvað, það þýðir samt ekki að hún hafi ekki verið tilnefnd sko. En allavega er ég ánægð með þig, þú ert að fara að toppa mig í færslum á þessari síðu, er alveg á leiðinni að fara að setja inn fréttir. Túrilú!

    ReplyDelete
  2. Ehhh. Thessi mynd kom of seint út til ad vera tilnefnd. Hún mun keppa fyrir naesta ár.

    ReplyDelete
  3. Sammála þér þessi mynd er sælgæti fyrir augað!!

    ReplyDelete