Monday, April 23, 2007


Hæ hæ! Jæja ætli maður verði ekki að druslast til að setja inn smá fréttir af okkur. Satt best að segja þá hef ég ekki fengið mig til að skrifa neitt undanfarið vegna þess að ég er búin að þjást af alveg ferlegri heimþrá. Já ég get ekki neitað því að mig langar mest til að skjótast upp í vél og fljúga beinustu leið til Íslands, bara svona rétt til að hitta alla og fara svo aftur. Annars er veðrið að verða svo ansi gott hérna að ég veit að það er pottþétt EKKI!! það sem að ég sakna frá Íslandi. Sigurjón er núna búinn að vera í rúma 2 mánuði í burtu og á eftir mánuð í viðbót, svo að það er auðvitað stærsta ástæðan, sem betur fer er þetta nú bara svona núna af því að hann er að vinna upp þann tíma sem hann hann hafði ekki vinnu í jan. og feb. þannig að hann verður ekki svona lengi í burtu næst.
Eins og þið kannski vissuð þá átti Óðinn stóri strákurinn okkar afmæli þann 14. og varð hann 7 ára, við vorum með afmælið heima og buðum við þessum nánustu og Óðinn bauð bestu vinunum úr bekknum. Þetta gekk allt saman vel, ég var sko ekki með sveittan skallan kvöldið áður að baka á hundrað, nei nei ég hafði þetta allt saman ofur einfalt, nóg til þess að allir fengu eitthvað. Ísól hjálpaði líka til þessi elska og kom með stærðarinnar grænmetisbakka og hafði hún algjörlega skorið niður allt grænmetið sjálf takk fyrir, dulle deppa tíhí....
Síðast vika fór mest í að hanga heima, strákarnir fengu smá kvef, Óðinn var aðallega hóstandi í 2 daga svo að ég hélt þeim bara heima, ég vildi ekki fá kvartanir yfir því að sonur minn væri að hósta yfir allt liðið í skólanum. Á fimmtudaginn var reyndar frí í skólanum, enn einn starfsdagurinn, Óðinn fékk til sín félaga úr bekknum svokallað playdate og Daði fékk síðan sjálfur playdate á laugardeginum. Nú er það allt að byrja hjá þeim því þeir eru búnir að kynnast skólafélögunum betur, enda er það bara af hinu góða. Reyndar þýðir það bara meiri akstur fyrir okkur foreldrana en hey! hvað gerir maður ekki fyrir blessuð börnin.
Okkur var síðan boðið í veislu á sunnudaginn síðasta. Tanya heitir hún sem að bauð okkur og á hún ein 4 stykki börn í skóla strákanna. Ég þekki hana samt meira bara í gegnum Svanhildi af því að þær eru vinkonur. Allavega þá kom alveg fullt af fólki og allir með mat með sér svo að það varð úr dýrindis hlaðborð, eftir á spilaði hljómsveit sem að Tanya leigði spes fyrir þetta partý. Ekki amalegt það! Við skemmtum okkur konunglega og Selma tók sér bara lúra í vagninum sínum þegara hún varð þreytt. Öll börnin léku sér útum allt, Tanya er með stærðarinnar garð einhverjir 5 hektarar svo að það var nóg pláss fyrir þau til að fá útrás. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og gott að fá smá tilbreytingu og hitta nýtt fólk og svona. Við vorum ekki komin heim fyrr en um 11 leytið, þannig að allir voru frekar þreyttir daginn eftir til að fara í skólann, en maður fer nú ekki í svona veislur á hverjum degi svo að það var nú í lagi.
Óðinn og Daði fóru með bekkjunum sínum í fjöruferð í gær(mánudag) og fórum við Selma þangað til að hitta þá og eyða með þeim deginum, það var svo gott veður og sólin skein þannig að ég og strákarnir erum öll eldrauð í framan, nema Selma litla hún var sko með sólhattinn sinn á sér. Þegar veðrið verður svona yndislegt þá hlakkar manni ennþá meira til sumarsins, því að ég veit að það verður alveg örugglega betra hérna en á litla fróni, hehe hugga mig við það. Söknum ykkar allra samt sem áður og endilega setjið inn smá kveðju í commentin, bara svona rétt til að ylja mér um hjartarætur. En læt þetta duga í bili.
Túrilú!

Ps.NÝJAR MYNDIR KOMNAR INN!!!

6 comments:

  1. Æðislega fínar myndir af ykkur og þú ert alveg að taka ofurmömmuna á þetta :) Ótrúlega dugleg og drífandi með ungana þína!!!
    Það er erfitt að vera með heimþrá og ég vona að þú jafnir þig á henni þegar að þú færð manninn þinn heim ;)
    Alltaf jafn gaman að kíkja hingað og fá smá fréttir af ykkur.
    Hafið það gott!!

    ReplyDelete
  2. 4 vikur og 5 dagar eftir dúllunar mínar.

    ReplyDelete
  3. Hæ Sif mín
    gaman að vera komin í samband við ykkur. Eins og ég er búin að skrifa áður þá er ég að vinna í því að sannfæra Gumma um að hann verði að fara með mér til Kaliforníu og síðan til ykkar í Vancouver á næsta ári, þ.e.a.s. ef þið verðið ennþá á staðnum.Til hamingju með fallegu börnin ykkar og gaman að fá líka eina sæta Selmu. verum í sambandi.
    Kveðja,Olga Pippamamma og fósturmamma Sigurjóns.

    ReplyDelete
  4. hæ elsku sif mín ég sakna þín og verð í bandi fljótlega. flott blogg og þú ert svakalega dugleg sæt stelpa ;)að halda út með stóra family og sigurjón svona lengi í burtu bravó fyrir þér og ykkur öllum vona að heimþráin dvíni eða að þú skellir þér bara :)heim spáin um helgina hér fyrir norðan er 25 stig meira en íslendingar biðja um hehe
    love you ragna og helgamagragengið

    ReplyDelete
  5. Það verður gott að hitta ykkur öll eftir rétt rúman mánuð. Mikið hlakka ég til að sjá ykkur.

    Kveðja, Rannveig amma

    ReplyDelete
  6. Hvernig var með afmælisgjöfina sem við sendum Óðni? Skilaði hún sér aldrei?

    Kveðja, Rannveig amma

    ReplyDelete