Friday, January 18, 2008

Sæl veriði öll sömul og Gleðilegt nýtt ár, þ.e þið sem að ég hef ekki hitt né talað við í langann tíma. Ætli það sé nú ekki löngu kominn tími á að skrifa einhverjar línur hérna. Við erum ss. komin heim aftur frá Íslandi og vorum því eiginlega fegin, ekki misskilja mig það var auðvitað ofsalega gott að koma til Íslands og hitta alla en þetta var samt soldið erfitt líka. Þessar fjórar vikur sem að við höfðum voru ansi fljótar að líða og svo voru auðvitað jólin þarna með sem eru alltaf mjög annasöm, það eru jólaboð og heimsóknir og svo var nú veðrið ekki beint að leika við okkur á meðan heldur. Við erum ákveðin að næst þegar að við kíkjum í heimsókn, þá verði það að sumri til. Mér fannst ég engann veginn komast yfir allt sem ég ætlaði mér að gera og áður en við vissum af vorum við á leiðinni aftur heim. Vil ég endilega biðja ykkur sem að ég náði ekki að heyra í eða hitta, að fyrigefa mér:-( Við sjáumst þá vonandi næst.

En nú sný ég mér að smá fréttum af okkur hérna í Kanödunni. Ég og strákarnir erum auðvitað byrjuð aftur í skólanum, nóg að gera hjá mér á annarri önninni, lokaverkefnin farin að skýrast og ekki eftir nema 4 vikur af önnini. Ég er ss. búin með þessa önn fyrir páskana og svo byrjar 3 önnin eftir páskana fram til miðjan júni. Við strákarnir verðum komin í sumarfrí um líkt leytið, þeir eru komnir í frí seinniparts júni. Daði verður útskrifaður með pompi og prakt úr Kindergarten, það er höfð svakafín athöfn þar sem að börnin fá skírteini og svona hehe, mér finnst það soldið fyndið en ætli ég verði samt ekki voða stolt mamma með tárin í augunum.

Mamma og Óli eru búin að koma sér vel fyrir, Selma nýtur þess í botn að hafa þau tvo til að dekra við sig á daginn. Við erum öll búin að ligggja í flensu og þá meina ég öll. Óli greyið er nú búinn að verða veikur 3 sinnum síðan að við komum til Kanada og hann sem að verður aldrei veikur. En það eru náttúrulega allt aðrar bakteríur í gangi hérna, þær koma nú alla leið frá Asíu hingað yfir er mér sagt svo að það er ekki furða að maður dettí í veikindi, við íslendingarnir engann veginn vön. En við erum nú á fullu að byggja upp varnir, vítamínin alveg í tugatali við matarborðið og svona.

Sigurjón er staddur í Liege í Belgíu núna og verður þar fram í apríl, en þá verður hann alkominn heim blessaður og er hættur þessu útstáelsi. Við erum öll farin að telja niður dagana hann og við, þegar að því verður. Strákarnir verða svo ánægðir, þeir eru náttúrulega orðnir mjög þreyttir á því að hafa ekki pabba sinn heima meira. Svo er auðvitað ekki að spyrja að því hvað eiginkonan verður fegin að hafa einhvern sér til aðstoðar og deilir með henni uppeldinu meira. Það er sko komið plan að halda mikið og stórt homecoming party!!! Pabbinn/Eiginmaðurinn loksins kominn heim, verður titillinn, heheh!

Þið verðið bara að fyrirgefa mér hvað ég skrifa sjaldan, það er bara erfitt að finna tíma til að setjast niður og skrifa. Ég reyni allavega að láta eitthvað vita af okkur svona endrum og eins og svo á ég eftir að gefa mér tíma í að setja inn myndir, nýjar og síðan um jólin og já skírninni auðvitað. Já vá ég gleymi að segja ykkur frá því að hún Selma okkar var skírð þann 30.des. og fékk nafnið Selma Victoría. Þær voru skírðar saman hún og Telma Sif litla dóttir Árna frænda míns. Þær voru svo sætar frænkurnar í alveg eins kjólum, Smári tók allar myndirnar og eigum við eftir að fá þær hjá honum. Ég ss. skelli inn fullt af myndum við tækifæri. Þessi mynd
af Selmu og Telmu Sif tók ég af myndasíðunni hans Smára og þið getið séð nokkrar þar ef þið viljið.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur. Blessó klessó!

Ps. Það er ss. ekkert að marka dagsetninguna á þessari færslu, ég byrjaði á henni í janúar og náði ekki að klára hana fyrr en núna. Þar hafiði það!