Friday, March 20, 2009

Halló halló.

Það hefur ekki verið mikið bloggað núna síðustu mánuði, en ég bæti úr því með þessu.
Héðan að vestan er allt hið besta að frétta.
Ég er heima og hef verið það nú bráðum í 4 vikur. Ég ætlaði að taka mér 6 vikna frí og sjá svo til hvað ég tek fyrir stafni. Það kemur að góðum notum fyrir hana Sif mína þar sem hún er svo óskaplega mikið í skólanum þessi misseri. Allt fullt af verkefnaskilum ásamt einhverjum prófum.
Hún er eins og þeytivinda og maður sér hana ekki mikið, enda býr bara í skólanum.
Það er nú samt gott og blessað því hún stendur sig eins og hetja. Tala nú ekki um sjokkið hjá henni þegar þessari önn lýkur núna eftir viku. Þá fær hún 9 daga frí á milli anna. Sú verður fegin!

Börnin eru að klára sitt vorfrí (í dag er fyrsti vordagur í Kanada) sem hefur staðið í viku. Þau byrja aftur í skólanum og dagmömmu á mánudag.

Við verðum með hangikjötsveislu á morgun. Þá mæta allir okkar Íslendingar til að snæða. Þetta verður myndalegur hópur. Við skellum inn myndum af veislunni seinna.

Eins og sést þá er Sif búin að setja inn nýjar myndir að neðan. Til þess að fá þær stærri, þá einfaldlega klikkið á myndirnar ef þið hafið ekki fattað það fyrr.

Ég sendi hér tvær klippur af Selmu litlu.





Wednesday, March 18, 2009

 
Sætust!!
Posted by Picasa
 
Strákarnir að reyna að flýja öldurnar á Viffin Spit!
Posted by Picasa
 
Selma í límmiðastuði!
Posted by Picasa
 
Posted by Picasa
Þetta átti nú að vera videó sem að Daði tók upp, en er bara fín mynd í staðinn:-)
 
Selma á bakinu hans pabba!
Posted by Picasa
 
Posted by Picasa

í göngutúr á Thetis Lake.