Sunday, September 9, 2007



Sælt veri fólkið
Það er svosem búið að vera ýmislegt í gangi hér á bæ síðan síðast, svo að ég ætla bara að byrja á byrjuninni. Sigurjón kom heim fyrir 3 vikum síðan og gátum við þá fjölskyldan aðeins notið það sem eftir er af sumrinu, þetta hefur svona aðallega verið afslöppun, en Sigurjón og Snorri fóru þó í útilegu með strákana, þetta var algjör strákaferð þannig að Ísól og Ísabella komu til okkar Selmu og vorum við bara með stelpupartý hérna heima í staðinn, voðalega fínt. Síðustu helgi, ss. um mánaðarmótin fórum við svo fjölskyldan yfir til Vancouver, við lögðum af stað á fimmtudegi og fórum beint til Bigga frænda,Dísu og krakkana, ætluðum við að fá gistingu hjá þeim aðeins eina nótt en svo endaði með því að við þurftum að fá að vera hjá þeim alla helgina. Við áttum pantað hótel(að við héldum)tvær nætur á Holiday Inn, en svo þegar að við mættum þarna til að tjékka okkur inn þá hafði pöntunin hans Sigurjóns aldrei skilað sér, þannig að við höfðum ekkert herbergi. Þeir viðurkenndu að þetta hefði verið þeim að kenna og ætluðu að bæta okkur það upp með herbergi eina nótt á öðru hóteli, en við hringdum bara í Bigga og Dísu og fengum að vera hjá þeim í staðinn. Sem var alveg frábært í alla staði, ég meina það er nú gaman að hitta fjölskyldu og þau eru líka ekki á slæmum stað, alveg niðri í miðbæ Vancouver. Við eyddum stórum hluta af föstudeginum á Vísindasafninu, sem strákarnir voru alveg að fíla, en það var soldið yfirþyrmandi mikið að skoða þannig að það tók alveg 3 tíma fyrir okkur að renna yfir allt svæðið, við hefðum alveg getað verið þarna lengur en vorum alveg búin á því og Selma líka ekki að meika meira. Okkur fannst alveg geggjað að við gátum tekið svokallaða strætó báta(aqua bus) þaðan sem Biggi og co. eiga heima og svo aftur til baka, hrikalega sniðugt og strákarnir að fíla það í tætlur. Við fórum snemma út á laugardeginum og beint í Sædýrasafnið(Vancouver Aquarium)og skoðuðum fiska,höfrunga,hákarla,hvali og meira að segja slöngur og krókódíla. Síðan fórum við yfir risa stóra hengibrú(Capilano Suspension Bridge)eyddum smá tíma þar og enduðum síðan á því að fara upp á Grouse Mountain, fórum upp með kláfi og sáum yfir borgina og heilsuðum uppá birni og fálka. Enduðum daginn á því að borða þarna og vorum ekki komin heim fyrr en um 9 leytið. Alveg meiriháttar dagur og strákarnir sáttir. Þetta var svona spes ferð fyrir strákana aðallega og svo átti Daði líka afmæli 2.sept. og varð 5 ára. Hann fékk seinna að halda stóra veislu þar sem hann bauð öllum vinum sínum í stórt íþróttahús, þar fengu þau að sprikla í klukkutíma áður en ráðist var í kökuna og pakkana. Svaka stuð í 2 tíma og svo var þetta bara búið, vá! algjör lúxus að vera ekki með þetta heima.

Á sunnudeginum, ætluðum við að koma við í Ikea áður en að við sóttum Evu, en það var bara lokað vegna verkfalls. Það eru slatti af fyrirtækjum í verkfalli í Vancouver, þar á meðal þeir sem að sjá um að sækja ruslið í borginni og Bókasafnsfræðingar, ss. allt í rusli og engar bækur hægt að fá á bókasafninu. Eníveis við sóttum Evu, alveg frábært að vera búin að fá hana út. Strákarnir byrjaðir aftur í skólanum, Óðinn í 2.bekk og Daði í Kindergarden, þeir eru nú ekki sáttir að vera byrjaðir sko og eru nú ekki alveg á því að láta vekja sig eldsnemma á morgnana, en þetta venst nú vonandi. Selma er nú ekki alveg sú kátasta að hafa ekki mömmu lengur 24/7, það er gott fyrir okkur báðar að vera smá stund í burtu frá hvor annarri á daginn, við erum orðnar svo háðar hvor annarri. Hún er líka ennþá að fá brjóstið, en ég er nú búin að minnka þetta niður í morgun,seinniparts og kvöld gjafir svo ætla ég bara að sjá til hvernig þetta þróast hjá okkur. Annars er hún sko alveg sátt við Evu frænku sína, tók henni strax og líður voðalega vel hjá henni.

Ég er ss. byrjuð í skólanum, mér líst bara vel á þetta. Við erum 14 í bekk(allt stelpur) og á misjöfnum aldri, ég er ekki elst þarna það er ein að ég held sem er um fertugt. Þetta eru allt ágætis stelpur og kennararnir fínir. Fyrsta önnin hjá mér fer mikið í að læra að lesa úr og teikna grunnmyndir og gera rýmisplön, fara í vettfangsferðir(gaman) og ýmislegt fleira. Ég er náttúrulega búin að klára mikið af þessu úr tækniteiknuninni, svo að ég er ekki alveg blaut á bakvið eyrun, en ég þarf aftur á móti að læra á fetin og tommurnar, hérna eru ekki notaðir metrarnir og sentimetrarnir, en það kemur fljótt vonandi. Í dag vorum við að skoða efni í eldhús og baðbekki, bæði granít,perlu og plast. Jibbý cóla!! He he þetta verður stuð.

Sigurjón er farinn að vinna aftur í Hamborg og mun hann ekkert koma aftur heim fyrr en í nóvember þegar að Selma verður 1 árs. Ætlar hann bara að stoppa í tvær vikur, því svo verður svo stutt í að við munum hitta hann aftur, þá á Íslandi. Ohhh... ég hlakka svo til að koma í heimsókn á frónið. Ok slaka á Sif, einbeyta sér að náminu!! Já taka bara einn dag í einu, þetta kemur allt saman.

Saknaðar kveðjur frá okkur Vesturförunum og knús á línuna, verð í bandi fljótt aftur.
ARRIVADERCHI!!

Ps.Ég er að fara að setja inn nýjar myndir, læt ykkur vita. Tölvan mín er í tjékki, það var eitthvað vesen með hljóðið í henni.