Sunday, December 7, 2008
Saturday, November 15, 2008
Sunday, October 26, 2008
Haust er tími liðinna stunda með sterkum litum og svölum andvara.
Veður hefur leikið við okkur Victoríu búa síðastliðnu vikur. Vetur á að skella á þann 22 des. samkvæmt Kanadísku dagatali.
Hér í húsi eru allir stálhressir- jafnvel þó að við drekkum ekki neitt Lýsi eða borðum ýsu og kartöflur.
Selma litla er að færast öll í fang með orðaforða og á til að blanda stundum saman íslensku og ensku. Hún er nú fljót að ná tak á enskunni í gegnum dagmömmuna. Við erum svo Yang-ið á móti með íslenskuna.
Drengirnir eru eins og ef ég man rétt, eins og drengir eru. Fullir af orku sem þarf að beisla. Núna í nóv. fara þeir á annað sundnámskeið og Daði mun einnig skella sér á nýju skautana sína og halda áfram í skautakennslu. Hann ætlar að verða alveg rosalega góður ice hockey spilari.
Óðinn karlinn reyndi fyrir sér á skautunum en hann er ekki alveg að finna sig þar. Við finnum eitthvað fyrir hann blessaðan í haust.
Við vorum í göngutúr við Beaver Lake Park sem er ein af paradísunum hér í nágrenninu og áttum þar fína stund eins og meðfylgjandi myndir sína.
Þetta verður ekki meira að sinni og við kveðjum þangað til næst.
Veður hefur leikið við okkur Victoríu búa síðastliðnu vikur. Vetur á að skella á þann 22 des. samkvæmt Kanadísku dagatali.
Hér í húsi eru allir stálhressir- jafnvel þó að við drekkum ekki neitt Lýsi eða borðum ýsu og kartöflur.
Selma litla er að færast öll í fang með orðaforða og á til að blanda stundum saman íslensku og ensku. Hún er nú fljót að ná tak á enskunni í gegnum dagmömmuna. Við erum svo Yang-ið á móti með íslenskuna.
Drengirnir eru eins og ef ég man rétt, eins og drengir eru. Fullir af orku sem þarf að beisla. Núna í nóv. fara þeir á annað sundnámskeið og Daði mun einnig skella sér á nýju skautana sína og halda áfram í skautakennslu. Hann ætlar að verða alveg rosalega góður ice hockey spilari.
Óðinn karlinn reyndi fyrir sér á skautunum en hann er ekki alveg að finna sig þar. Við finnum eitthvað fyrir hann blessaðan í haust.
Við vorum í göngutúr við Beaver Lake Park sem er ein af paradísunum hér í nágrenninu og áttum þar fína stund eins og meðfylgjandi myndir sína.
Þetta verður ekki meira að sinni og við kveðjum þangað til næst.
Wednesday, October 15, 2008
Jæja ætli maður verði ekki aðeins að skella niður nokkrum orðum, við erum orðin alveg agalega léleg í að láta vita af okkur, það er nú svosem heldur ekkert merkilegt sem að gerist hjá manni svona dags daglega. Það eru annars bara allir hressir hér á bæ, engin lasinn 7,9,13 og vonandi helst það bara, ekki það að maður hafi alveg sloppið sko, Sigurjón byrjaði með kvef og smitaði mig svo nema að ég fékk meiri flensu heldur en kvef og var frekar þrotlaus í viku og það tók mig tíma að komast í gang í skólanum aftur eftir það. Börnin hafa sloppið hingað til, sem er gott því að ég má eiginlega ekki við því að missa úr skólanum og Sigurjón ekki vinnunni, því að hann fær enga veikindadaga borgaða.
Við vorum 13 manns í mat hjá okkur á mánudagskvöldið, það var Þakkargjörðarhátið svo að við elduðum þennan líka girnilega Kalkún(sem að heppnaðist hrikalega vel) og meðlæti, Snorri og Ísól og börn komu og sá Snorri um sósuna sem að var sko engu síðri og svo komu líka Hreiðar,Ragnhildur og þeirra strákar, Brynjar og Egill. Þau eru búin að vera hérna síðan í ágúst og búa í sama hverfi og við. Við áttum alveg yndælt kvöld og sátum auðvitað á blístri fram eftir öllu, ég var ennþá pakksödd þegar ég fór að sofa. Við erum svo ennþá að gæða okkur á afgangi því að Kalkúnninn var tæp 9 kíló held ég og það var þvílíkt mikið af kjöti á honum ennþá, við klikkuðum á því að láta gestina taka eitthvað af honum með sér heim.
Það gengur bara vel í skólanum hjá mér, nóg vinna en samt svona jöfn ennþá, ekkert mega stress enn sem komið er. Ég þarf bara að vera dugleg að halda mér við efnið og dragast ekki aftur úr og svona, því það er ekki svo auðvelt að hafa frið til að læra heima nema auðvitað þegar börnin eru farin í háttinn, þá er ég bara yfirleitt orðin sjálf svo þreytt, hehe gamla konan. Ég er svo aldrei í skólanum á mánudögum svo að ég reyni að vera dugleg þá dagana, er samt strax farin að hlakka til jólafríissins verð komin í það um miðjan des. það verður ljúft.
Nú eru strákarnir farnir að telja niður dagana til Hrekkjavöku nætur, sem er þann 31.okt. þeir eru svo spenntir. Daði var ákveðinn að hann vildi vera Indiana Jones og vorum við svo heppinn að finna alla munderinguna á hann, Hattur, svipa,taska, jakki og buxur, hann verður ekkert smá flottur. Óðinn er alltaf jafn frumlegur, hann ætlar að vera vofa þannig ég ætti ekki að vera í vandræðum með að finna hvítt lak í Wal-Mart og klippa svo göt fyrir augun, hehe já ég er ekki ein af þessum mæðrum sem að saumar alla búninga frá grunni, nokkrum mánuðum fyrr, Ónei!
Ég keypti svo búninginn hennar Selmu alveg í byrjun sept. ég, Ísól og Ísabella vorum í smá búðar flandri og ég rakst eiginlega í orðsins fyllstu á hengi sem að á hengu Halloween búningar, sá ég þar þennan líka krúttlega býflugu búning og keypti. Hrekkjavakan lendir akkurat á föstudagskvöldi núna svo það verður örugglega fjör í Victoriubæ. Ætli við reynum ekki að fá eitthvað lið til okkar, hafa svona hópferð í Trick og Treat!
Jæja mér tókst þá samt að skrifa eitthvað, ótrúlegt! Hehe!
Þangað til næst, Ástar og saknaðarkveðjur!
Wednesday, September 10, 2008
Sæl og blessuð, bara rétt svona að láta vita af okkur. Allt er að komast á rétt ról hjá okkur, strákarnir að settlast í skólanum, þeir voru að byrja í nýjum skóla ss. View Royal Elementary sem að er bara í 5 mín. göngu fjarlægð. Þeir eru bara þokkalega sáttir og vonandi verða þeir það áfram. Þeir þekkja auðvitað slatta af krökkum úr hverfinu sem eru í þessum skóla, þannig að það auðveldar þeim eitthvað.
Selma er byrjuð í aðlögum hjá dagmömmu, ég skildi hana eftir eina í fyrsta skiptið í gær og það gekk bara vel, hún varð meira að segja fúl að þurfa að fara heim svo að vonandi verður þetta svona hjá henni það sem eftir er og komi ekkert bakslag þegar að hún fer að fatta, að þarna þurfi hún að vera alla daga. Ég held að hún sé alsæl með að hitta krakka á sínum aldri, búin að hanga með foreldrum sínum og bræðrum í allt sumar. Mér líst allavega vel á dagmömmuna, hún er á sama aldri og ég og á tvær dætur og er ofsalega viðkunnaleg bara:-)
Ég byrja ekki í skólanum fyrr en á mánudaginn svo að ég fæ þarna nokkra daga útaf fyrir mig, þessir dagar fara nú mest í að þrífa heimilið, þar sem að það hefur ekki verið gert mikið af því í sumar, ég meina til hvers? Það er gengið hérna inn og út á skónum, eða þá allir á tásunum, það tekur því ekki. ;-)
Ég er komin með stundatöfluna og er alsæl með hana, ég byrja alla daga 9 eða 9:15 og er til 2:30 þrjá daga og einn til 5. Sigurjón ætlar þá daga að hætta fyrr í vinnuni og taka á móti börnunum svo að ég geti verið allan þann daginn í skólanum. Svo að þetta blessast allt hjá okkur með það og þurfum ekki að kaupa neitt after school care, frábært! spörum pening þar.
Svo höfum við ákveðið að hætta að setja inn myndir á Flickr, við notum eingöngu núna picasa myndaalbúmin og eru þau flest lokuð fyrir almenning, við höfum sent mörgum boð um að fá að skoða, en ef einhver hefur ekki fengið boð og langar mikið að skoða nýjustu myndirnar þá er bara að senda okkur e-mail og sperja um leyfi og þá sendum við ykkur linkinn um hæl, æji maður er auðvitað með fullt af barna myndum og maður er bara ekkert hrifinn að hafa þetta opið fyrir alla þið skiljið.
En svo er líka hægt að klikka á myndirnar sem að koma fram á blogginu og þar farið þið inn á myndaalbúm sem að eru opin, þar eru til dæmis myndir úr skólanum mínum og fl.
Jæja við biðjum bara öll að heilsa í bili, veriði hress og ekkert stress!
Þangað til næst, túrilú!
Selma er byrjuð í aðlögum hjá dagmömmu, ég skildi hana eftir eina í fyrsta skiptið í gær og það gekk bara vel, hún varð meira að segja fúl að þurfa að fara heim svo að vonandi verður þetta svona hjá henni það sem eftir er og komi ekkert bakslag þegar að hún fer að fatta, að þarna þurfi hún að vera alla daga. Ég held að hún sé alsæl með að hitta krakka á sínum aldri, búin að hanga með foreldrum sínum og bræðrum í allt sumar. Mér líst allavega vel á dagmömmuna, hún er á sama aldri og ég og á tvær dætur og er ofsalega viðkunnaleg bara:-)
Ég byrja ekki í skólanum fyrr en á mánudaginn svo að ég fæ þarna nokkra daga útaf fyrir mig, þessir dagar fara nú mest í að þrífa heimilið, þar sem að það hefur ekki verið gert mikið af því í sumar, ég meina til hvers? Það er gengið hérna inn og út á skónum, eða þá allir á tásunum, það tekur því ekki. ;-)
Ég er komin með stundatöfluna og er alsæl með hana, ég byrja alla daga 9 eða 9:15 og er til 2:30 þrjá daga og einn til 5. Sigurjón ætlar þá daga að hætta fyrr í vinnuni og taka á móti börnunum svo að ég geti verið allan þann daginn í skólanum. Svo að þetta blessast allt hjá okkur með það og þurfum ekki að kaupa neitt after school care, frábært! spörum pening þar.
Svo höfum við ákveðið að hætta að setja inn myndir á Flickr, við notum eingöngu núna picasa myndaalbúmin og eru þau flest lokuð fyrir almenning, við höfum sent mörgum boð um að fá að skoða, en ef einhver hefur ekki fengið boð og langar mikið að skoða nýjustu myndirnar þá er bara að senda okkur e-mail og sperja um leyfi og þá sendum við ykkur linkinn um hæl, æji maður er auðvitað með fullt af barna myndum og maður er bara ekkert hrifinn að hafa þetta opið fyrir alla þið skiljið.
En svo er líka hægt að klikka á myndirnar sem að koma fram á blogginu og þar farið þið inn á myndaalbúm sem að eru opin, þar eru til dæmis myndir úr skólanum mínum og fl.
Jæja við biðjum bara öll að heilsa í bili, veriði hress og ekkert stress!
Þangað til næst, túrilú!
Tuesday, July 29, 2008
Hérna eru myndir af nýju frænkunum mínum. Eru þær ekki sætar!
Una Rún Geirsdóttir,(dóttir Dagmar) fædd 18.júlí.
Ónefnd Veigarsdóttir,(dóttir Betu)fædd 22.júlí.
Það er ekkert smá hvað hún er að verða stór þessi fjölskylda mín. Það fæðast bara börn hægri vinstri, hehe! Við megum sko vera stolt af því.
Til hamingju enn og aftur Dagmar, Geir og strákarnir og Beta og Veigar. Þær eru alveg yndislegar þessar stelpur og ég er ekkert smá súr að fá ekki að hitta þær strax. Púh hú! Ástar og saknaðarkveðjur.
Una Rún Geirsdóttir,(dóttir Dagmar) fædd 18.júlí.
Ónefnd Veigarsdóttir,(dóttir Betu)fædd 22.júlí.
Það er ekkert smá hvað hún er að verða stór þessi fjölskylda mín. Það fæðast bara börn hægri vinstri, hehe! Við megum sko vera stolt af því.
Til hamingju enn og aftur Dagmar, Geir og strákarnir og Beta og Veigar. Þær eru alveg yndislegar þessar stelpur og ég er ekkert smá súr að fá ekki að hitta þær strax. Púh hú! Ástar og saknaðarkveðjur.
Thursday, July 17, 2008
Sælt veri fólkið. Það er allt ágætt að frétta af okkur takk fyrir. Afrekuðum okkar fyrstu útilegu um síðustu helgi, tókum sénsinn á að fá pláss á stað sem að heitir Gordon Bay, yndislegur staður sem að við tjölduðum á í fyrra líka. Vorum mjög heppin og fengum síðasta plássið og lentum við hliðin á yndælis þjóðverjum. Þessi staður er í sirka 1 hálfum tíma í keyrslu frá okkur, enda hefðum við ekki viljað keyra lengra þar sem við vorum ekki með pantað pláss. Veðrið lék við okkur og við nutum dagsins við vatnið(Cowichan Lake) og grilluðum um kvöldið, lékum okkur og hjóluðum um svæðið. En nóttin var nú kannski ekki eins skemmtileg, okkur var soldið kallt, okkur vantaði aðeins fleiri ábreiður og svo vorum við Sigurjón meira og minna vakandi alla nóttina. Málið var það sko að ein stelpa sem að við Selma hittum á klósettinu sagði mér að Bangsi hefði sést á tjaldsvæðinu kvöldið áður, hann hafði verið að gæða sér á matnum þeirra en hafði svo verið hrakinn burt af nágranna þeirra með exi. Jú jú okkur fannst þetta voða fyndin saga og ekki alveg viss hvort við ættum að trúa þessu, en það var nóg til að við Sigurjón vorum eiginlega á verði alla nóttina. Hehe soldið fyndið sko en ég biði ekki í að mæta bangsa, við pössum okkur á að ganga vel frá matnum okkar og skiljum ekki eftir matarleifar og svona en það er bara þessi óþægindar tilfinning um að þeir séu í kringum okkur. Mér finnst nú skrítið að tjaldsvæðin séu ekki afgirt en þetta er þessu fólki hérna bara náttúrulegur hlutur ég veit það ekki, ég meina sko eina sem við Íslendingar höfum áhyggjur af í útilegum er rigningin og rokið. En þrátt fyrir þetta allt saman hættum við ekki að fara í útilegur, erum búin að panta svæði fyrir okkur og Svanhildi og hennar lið um þarnæstu helgi, það verður bara gaman.
Um þessa helgi ss. á laugardeginum ætlum við að hitta nokkra vinnufélaga Sigurjóns og þeirra fjölskyldur og fara á bátum yfir á litla eyju á miðri Beaver Lake, grillum og skemmtum okkur og svo um kvöldið förum við öll til einnar skólasystur minnar í grillveislu.
Á sunnudeginum er planið hjá okkur að hjóla aðeins á Gallopin Goose Trail, sem er göngu/hjóla stígur sem að gengur alla leið frá miðbæ og útí sveit(Sooke, berist fram sem súk) þannig að það verður nóg að gera þessa helgina.
Núna er ég bara að farast yfir spenningi um það hvor þeirra Beta frænka eða Dagmar systir verði á undan að eiga. Beta var sett 8.júlí og ekkert að gerast enn og Dagmar var sett þann 12. og ekkert að gerast hjá henni heldur, hvað er málið með þessi börn í okkar fjölskyldu þau er svo sannarlega ekkert að flýta sér í heiminn það er alveg á hreinu. Þau vita kannski á hverju þau eiga von þegar VIÐ!! erum annars vegar. Nei hvaða bull er þetta við erum yndisleg, hohohíhí.... Koma svo!!! Litlu dömurnar koma vonandi bara sama daginn, það væri nú gaman.
Jæja ég legg ekki meira á ykkur í bili.
Chiáo!
Um þessa helgi ss. á laugardeginum ætlum við að hitta nokkra vinnufélaga Sigurjóns og þeirra fjölskyldur og fara á bátum yfir á litla eyju á miðri Beaver Lake, grillum og skemmtum okkur og svo um kvöldið förum við öll til einnar skólasystur minnar í grillveislu.
Á sunnudeginum er planið hjá okkur að hjóla aðeins á Gallopin Goose Trail, sem er göngu/hjóla stígur sem að gengur alla leið frá miðbæ og útí sveit(Sooke, berist fram sem súk) þannig að það verður nóg að gera þessa helgina.
Núna er ég bara að farast yfir spenningi um það hvor þeirra Beta frænka eða Dagmar systir verði á undan að eiga. Beta var sett 8.júlí og ekkert að gerast enn og Dagmar var sett þann 12. og ekkert að gerast hjá henni heldur, hvað er málið með þessi börn í okkar fjölskyldu þau er svo sannarlega ekkert að flýta sér í heiminn það er alveg á hreinu. Þau vita kannski á hverju þau eiga von þegar VIÐ!! erum annars vegar. Nei hvaða bull er þetta við erum yndisleg, hohohíhí.... Koma svo!!! Litlu dömurnar koma vonandi bara sama daginn, það væri nú gaman.
Jæja ég legg ekki meira á ykkur í bili.
Chiáo!
Sunday, July 6, 2008
Hún á afmælí dag, hún á afmælí dag, hún á afmæli sú gamla og hún eldist með hverju hárinu..u ég meina árinu.:-)
Allt að gott að frétta héðan, við erum mikið búin að vera bara heima og útí garði, þar sem að veðrið hefur verið svo yndislegt. Það hefur reyndar verið of heitt á köflum en þá er bara plastlaugin sett út og buslustöðin hennar Selmu og kælt sig niður með ísköldu vatni. Erum að plana útilegu um þarnæstu helgi, en þangað til þá dúllum við okkur bara áfram heima. Svoleiðis á það líka bara vera, heima er að sjálfsögðu best. Við höfum nú kíkt tvisvar á ströndina samt og það er ágætt, en önnur þeirra eins og hún er yndisleg, er bara yfirfull af unglingum að sýna sig og sjá aðra, ég hef svosem ekkert á móti unglingum, maður bara finnur óþægilega mikið fyrir því hvað ég þarf að DRUSLAST!!! í leikfimi hehe. Eins og söngurinn segir,;ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni"
Ástar og saknaðarkveðjur frá okkur öllum.
Allt að gott að frétta héðan, við erum mikið búin að vera bara heima og útí garði, þar sem að veðrið hefur verið svo yndislegt. Það hefur reyndar verið of heitt á köflum en þá er bara plastlaugin sett út og buslustöðin hennar Selmu og kælt sig niður með ísköldu vatni. Erum að plana útilegu um þarnæstu helgi, en þangað til þá dúllum við okkur bara áfram heima. Svoleiðis á það líka bara vera, heima er að sjálfsögðu best. Við höfum nú kíkt tvisvar á ströndina samt og það er ágætt, en önnur þeirra eins og hún er yndisleg, er bara yfirfull af unglingum að sýna sig og sjá aðra, ég hef svosem ekkert á móti unglingum, maður bara finnur óþægilega mikið fyrir því hvað ég þarf að DRUSLAST!!! í leikfimi hehe. Eins og söngurinn segir,;ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni"
Ástar og saknaðarkveðjur frá okkur öllum.
Sunday, June 15, 2008
Saturday, June 7, 2008
Sunday, June 1, 2008
Hæ hæ ég heiti Selma Victoría og er orðin 1 og hálfs árs. Aparnir eru mitt uppáhalds núna og þarf ég helst að hafa þá alla þrjá í fanginu.
Ég er sko orðin stór stelpa og er farin að tala alveg fullt þó að það skilji mig nú kannski ekki allir, en ég kann að segja upp, bóbó(bók), meina(meira), út, nammanamm(allur matur)já á öllum stundum, ég er alltaf svöng sko, ba(bað), fí(fín), dilli(dugleg) og gó(skó)
ég elska skó, sérstaklega grænu crocs. Jæja vildi bara láta ykkur vita smá svona af mér. Bless í bili.
Sunday, May 25, 2008
Hæ aftur!
Við vorum að spá í það hvort að fólk vissi ekki að þetta væri videó sem við settum inn af henni Selmu. Það á ss. að ýta á play til að fá það í gang. Þessi takki þarna í vinstra horninu, hehe! Æi það eru ekki allir neitt sérstaklega miklir tölvuséni, ég á nú nokkrar vinkonur sem að eru enn að fatta netið, þið vitið hver þið eru, ja þ.e. ef þið lesið þetta blogg þá.
Jæja bara ein vika eftir af pressunni úr skólanum hjá mér og svo er ég frjáls múhaha...ég tel niður dagana.
Chiáo!
Sælt veri fólkið, okkur er nú bara ekki viðbjargandi hvað varðar þetta blogg. Til hvers að halda uppi heimasíðu og skrifa svo aldrei neitt inná hana? Eeeen það er sko ástæða fyrir þessari bloggleti, það hefur verið ansi mikið að gera hjá mér í skólanum og Sigurjón er að vinna allan daginn, svo auðvitað þegar að heim er komið þá eru það börnin sem fá alla athyglina, þetta verður betra þegar ég verð komin í frí, þá verðum við dugleg að setja inn fréttir af okkur. Annars er svosem ekkert merkilegt að frétta af okkur núna, eins og ég sagði þá er ég enn í skólanum á ekki nema 3 vikur eftir að 3 og síðustu önninni af 1 árinu. Alveg ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða, og ég verð ekkert smá fegin þegar að þessu verður lokið. Strembið að vera í fullu námi með 3 börn ég segi nú ekki annað og það verður gott að komast í frí og hlaða batteríin fyrir næstu atlögu þegar ég byrja á 2 árinu.
Hér hefur verið endalaus pestarganga, ég, Selma, mamma og Óli höfum öll fengið slæman kvef vírus, ég meina það sko ég fékk eyrnabólgu eins og smákrakki og er ekki enn komin með fulla heyrn og það eru liðnar 2 vikur, mamma hefur hóstað á fjórðu viku og Selma hefur fengið snert af eyrnabólgu. Hvað er málið??
Það er víst að ganga mjög slæmur vírus sem er heila eilífð að losna úr fólki og auðvitað sluppum við ekki svo auðveldlega. En þetta er nú vonandi allt að koma hjá okkur, betri tíð með blóm í haga og allt það:-)
Við ætlum líka að henda inn víedói og svona, svo að þetta er allt í áttina hjá okkur hérna í Kanödunni.
Bless í bili.
Hér hefur verið endalaus pestarganga, ég, Selma, mamma og Óli höfum öll fengið slæman kvef vírus, ég meina það sko ég fékk eyrnabólgu eins og smákrakki og er ekki enn komin með fulla heyrn og það eru liðnar 2 vikur, mamma hefur hóstað á fjórðu viku og Selma hefur fengið snert af eyrnabólgu. Hvað er málið??
Það er víst að ganga mjög slæmur vírus sem er heila eilífð að losna úr fólki og auðvitað sluppum við ekki svo auðveldlega. En þetta er nú vonandi allt að koma hjá okkur, betri tíð með blóm í haga og allt það:-)
Við ætlum líka að henda inn víedói og svona, svo að þetta er allt í áttina hjá okkur hérna í Kanödunni.
Bless í bili.
Wednesday, March 5, 2008
Wednesday, February 20, 2008
21.febrúar, 2008
Elsku Pabbi
Til hamingju með afmælið!!!
Við elskum þig og söknum þín, vonandi geturu gert þér glaðann dag um helgina.
Amma og Afi skila kærri kveðju til þín líka.
Ástar og saknaðarkveðjur
Ástin þín eina og grislíngarnir.
Svo viljum við líka óska annarri mannesku til hamingju með sama afmælisdag.
Elsku Rúna amma, til hamingju með afmælið, fáðu Ása afa til að knúsa þig fyrir okkur.
Heyrumst!
Friday, January 18, 2008
Sæl veriði öll sömul og Gleðilegt nýtt ár, þ.e þið sem að ég hef ekki hitt né talað við í langann tíma. Ætli það sé nú ekki löngu kominn tími á að skrifa einhverjar línur hérna. Við erum ss. komin heim aftur frá Íslandi og vorum því eiginlega fegin, ekki misskilja mig það var auðvitað ofsalega gott að koma til Íslands og hitta alla en þetta var samt soldið erfitt líka. Þessar fjórar vikur sem að við höfðum voru ansi fljótar að líða og svo voru auðvitað jólin þarna með sem eru alltaf mjög annasöm, það eru jólaboð og heimsóknir og svo var nú veðrið ekki beint að leika við okkur á meðan heldur. Við erum ákveðin að næst þegar að við kíkjum í heimsókn, þá verði það að sumri til. Mér fannst ég engann veginn komast yfir allt sem ég ætlaði mér að gera og áður en við vissum af vorum við á leiðinni aftur heim. Vil ég endilega biðja ykkur sem að ég náði ekki að heyra í eða hitta, að fyrigefa mér:-( Við sjáumst þá vonandi næst.
En nú sný ég mér að smá fréttum af okkur hérna í Kanödunni. Ég og strákarnir erum auðvitað byrjuð aftur í skólanum, nóg að gera hjá mér á annarri önninni, lokaverkefnin farin að skýrast og ekki eftir nema 4 vikur af önnini. Ég er ss. búin með þessa önn fyrir páskana og svo byrjar 3 önnin eftir páskana fram til miðjan júni. Við strákarnir verðum komin í sumarfrí um líkt leytið, þeir eru komnir í frí seinniparts júni. Daði verður útskrifaður með pompi og prakt úr Kindergarten, það er höfð svakafín athöfn þar sem að börnin fá skírteini og svona hehe, mér finnst það soldið fyndið en ætli ég verði samt ekki voða stolt mamma með tárin í augunum.
Mamma og Óli eru búin að koma sér vel fyrir, Selma nýtur þess í botn að hafa þau tvo til að dekra við sig á daginn. Við erum öll búin að ligggja í flensu og þá meina ég öll. Óli greyið er nú búinn að verða veikur 3 sinnum síðan að við komum til Kanada og hann sem að verður aldrei veikur. En það eru náttúrulega allt aðrar bakteríur í gangi hérna, þær koma nú alla leið frá Asíu hingað yfir er mér sagt svo að það er ekki furða að maður dettí í veikindi, við íslendingarnir engann veginn vön. En við erum nú á fullu að byggja upp varnir, vítamínin alveg í tugatali við matarborðið og svona.
Sigurjón er staddur í Liege í Belgíu núna og verður þar fram í apríl, en þá verður hann alkominn heim blessaður og er hættur þessu útstáelsi. Við erum öll farin að telja niður dagana hann og við, þegar að því verður. Strákarnir verða svo ánægðir, þeir eru náttúrulega orðnir mjög þreyttir á því að hafa ekki pabba sinn heima meira. Svo er auðvitað ekki að spyrja að því hvað eiginkonan verður fegin að hafa einhvern sér til aðstoðar og deilir með henni uppeldinu meira. Það er sko komið plan að halda mikið og stórt homecoming party!!! Pabbinn/Eiginmaðurinn loksins kominn heim, verður titillinn, heheh!
Þið verðið bara að fyrirgefa mér hvað ég skrifa sjaldan, það er bara erfitt að finna tíma til að setjast niður og skrifa. Ég reyni allavega að láta eitthvað vita af okkur svona endrum og eins og svo á ég eftir að gefa mér tíma í að setja inn myndir, nýjar og síðan um jólin og já skírninni auðvitað. Já vá ég gleymi að segja ykkur frá því að hún Selma okkar var skírð þann 30.des. og fékk nafnið Selma Victoría. Þær voru skírðar saman hún og Telma Sif litla dóttir Árna frænda míns. Þær voru svo sætar frænkurnar í alveg eins kjólum, Smári tók allar myndirnar og eigum við eftir að fá þær hjá honum. Ég ss. skelli inn fullt af myndum við tækifæri. Þessi mynd
af Selmu og Telmu Sif tók ég af myndasíðunni hans Smára og þið getið séð nokkrar þar ef þið viljið.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur. Blessó klessó!
Ps. Það er ss. ekkert að marka dagsetninguna á þessari færslu, ég byrjaði á henni í janúar og náði ekki að klára hana fyrr en núna. Þar hafiði það!
En nú sný ég mér að smá fréttum af okkur hérna í Kanödunni. Ég og strákarnir erum auðvitað byrjuð aftur í skólanum, nóg að gera hjá mér á annarri önninni, lokaverkefnin farin að skýrast og ekki eftir nema 4 vikur af önnini. Ég er ss. búin með þessa önn fyrir páskana og svo byrjar 3 önnin eftir páskana fram til miðjan júni. Við strákarnir verðum komin í sumarfrí um líkt leytið, þeir eru komnir í frí seinniparts júni. Daði verður útskrifaður með pompi og prakt úr Kindergarten, það er höfð svakafín athöfn þar sem að börnin fá skírteini og svona hehe, mér finnst það soldið fyndið en ætli ég verði samt ekki voða stolt mamma með tárin í augunum.
Mamma og Óli eru búin að koma sér vel fyrir, Selma nýtur þess í botn að hafa þau tvo til að dekra við sig á daginn. Við erum öll búin að ligggja í flensu og þá meina ég öll. Óli greyið er nú búinn að verða veikur 3 sinnum síðan að við komum til Kanada og hann sem að verður aldrei veikur. En það eru náttúrulega allt aðrar bakteríur í gangi hérna, þær koma nú alla leið frá Asíu hingað yfir er mér sagt svo að það er ekki furða að maður dettí í veikindi, við íslendingarnir engann veginn vön. En við erum nú á fullu að byggja upp varnir, vítamínin alveg í tugatali við matarborðið og svona.
Sigurjón er staddur í Liege í Belgíu núna og verður þar fram í apríl, en þá verður hann alkominn heim blessaður og er hættur þessu útstáelsi. Við erum öll farin að telja niður dagana hann og við, þegar að því verður. Strákarnir verða svo ánægðir, þeir eru náttúrulega orðnir mjög þreyttir á því að hafa ekki pabba sinn heima meira. Svo er auðvitað ekki að spyrja að því hvað eiginkonan verður fegin að hafa einhvern sér til aðstoðar og deilir með henni uppeldinu meira. Það er sko komið plan að halda mikið og stórt homecoming party!!! Pabbinn/Eiginmaðurinn loksins kominn heim, verður titillinn, heheh!
Þið verðið bara að fyrirgefa mér hvað ég skrifa sjaldan, það er bara erfitt að finna tíma til að setjast niður og skrifa. Ég reyni allavega að láta eitthvað vita af okkur svona endrum og eins og svo á ég eftir að gefa mér tíma í að setja inn myndir, nýjar og síðan um jólin og já skírninni auðvitað. Já vá ég gleymi að segja ykkur frá því að hún Selma okkar var skírð þann 30.des. og fékk nafnið Selma Victoría. Þær voru skírðar saman hún og Telma Sif litla dóttir Árna frænda míns. Þær voru svo sætar frænkurnar í alveg eins kjólum, Smári tók allar myndirnar og eigum við eftir að fá þær hjá honum. Ég ss. skelli inn fullt af myndum við tækifæri. Þessi mynd
af Selmu og Telmu Sif tók ég af myndasíðunni hans Smára og þið getið séð nokkrar þar ef þið viljið.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur. Blessó klessó!
Ps. Það er ss. ekkert að marka dagsetninguna á þessari færslu, ég byrjaði á henni í janúar og náði ekki að klára hana fyrr en núna. Þar hafiði það!
Subscribe to:
Posts (Atom)