Sælt veri fólkið, okkur er nú bara ekki viðbjargandi hvað varðar þetta blogg. Til hvers að halda uppi heimasíðu og skrifa svo aldrei neitt inná hana? Eeeen það er sko ástæða fyrir þessari bloggleti, það hefur verið ansi mikið að gera hjá mér í skólanum og Sigurjón er að vinna allan daginn, svo auðvitað þegar að heim er komið þá eru það börnin sem fá alla athyglina, þetta verður betra þegar ég verð komin í frí, þá verðum við dugleg að setja inn fréttir af okkur. Annars er svosem ekkert merkilegt að frétta af okkur núna, eins og ég sagði þá er ég enn í skólanum á ekki nema 3 vikur eftir að 3 og síðustu önninni af 1 árinu. Alveg ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða, og ég verð ekkert smá fegin þegar að þessu verður lokið. Strembið að vera í fullu námi með 3 börn ég segi nú ekki annað og það verður gott að komast í frí og hlaða batteríin fyrir næstu atlögu þegar ég byrja á 2 árinu.
Hér hefur verið endalaus pestarganga, ég, Selma, mamma og Óli höfum öll fengið slæman kvef vírus, ég meina það sko ég fékk eyrnabólgu eins og smákrakki og er ekki enn komin með fulla heyrn og það eru liðnar 2 vikur, mamma hefur hóstað á fjórðu viku og Selma hefur fengið snert af eyrnabólgu. Hvað er málið??
Það er víst að ganga mjög slæmur vírus sem er heila eilífð að losna úr fólki og auðvitað sluppum við ekki svo auðveldlega. En þetta er nú vonandi allt að koma hjá okkur, betri tíð með blóm í haga og allt það:-)
Við ætlum líka að henda inn víedói og svona, svo að þetta er allt í áttina hjá okkur hérna í Kanödunni.
Bless í bili.
Sunday, May 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Gaman að sjá þig aftur í bloggheimi, var farin að hafa áhyggjur hehehe.
ReplyDeleteÞessi flensuvírus hefur nú líka verið í gangi hér á landi. Bara hreinasti viðbjóður, ég lá í þessu í 2 vikur og fékk líka eyrnabólgu og það í fyrsta skipti á ævinni. Þannig að ég skil ástandið mjög vel, munið bara að fara vel með ykkur. Og skrifa smá meira.
Kveðja Lauga
Hæ,hæ mikið er gaman að fá smá að heyra frá ykkur þarna á hjara veraldar,þarf ekki að vera heilu síðurnar bara smá,þá líður okkur betur hérna heima á litla Fróni.En hvernig er þetta þarna í henni Kanödu er ekkert lýsi nú eða hvítlaukur og engiferrót sem eru allra meina bót.Vonandi fer ykkur öllum að batna.Knús og kveðjur úr Nesinu. P.S knúsaðu mömmu þína frá mér.
ReplyDelete