Thursday, July 17, 2008

Sælt veri fólkið. Það er allt ágætt að frétta af okkur takk fyrir. Afrekuðum okkar fyrstu útilegu um síðustu helgi, tókum sénsinn á að fá pláss á stað sem að heitir Gordon Bay, yndislegur staður sem að við tjölduðum á í fyrra líka. Vorum mjög heppin og fengum síðasta plássið og lentum við hliðin á yndælis þjóðverjum. Þessi staður er í sirka 1 hálfum tíma í keyrslu frá okkur, enda hefðum við ekki viljað keyra lengra þar sem við vorum ekki með pantað pláss. Veðrið lék við okkur og við nutum dagsins við vatnið(Cowichan Lake) og grilluðum um kvöldið, lékum okkur og hjóluðum um svæðið. En nóttin var nú kannski ekki eins skemmtileg, okkur var soldið kallt, okkur vantaði aðeins fleiri ábreiður og svo vorum við Sigurjón meira og minna vakandi alla nóttina. Málið var það sko að ein stelpa sem að við Selma hittum á klósettinu sagði mér að Bangsi hefði sést á tjaldsvæðinu kvöldið áður, hann hafði verið að gæða sér á matnum þeirra en hafði svo verið hrakinn burt af nágranna þeirra með exi. Jú jú okkur fannst þetta voða fyndin saga og ekki alveg viss hvort við ættum að trúa þessu, en það var nóg til að við Sigurjón vorum eiginlega á verði alla nóttina. Hehe soldið fyndið sko en ég biði ekki í að mæta bangsa, við pössum okkur á að ganga vel frá matnum okkar og skiljum ekki eftir matarleifar og svona en það er bara þessi óþægindar tilfinning um að þeir séu í kringum okkur. Mér finnst nú skrítið að tjaldsvæðin séu ekki afgirt en þetta er þessu fólki hérna bara náttúrulegur hlutur ég veit það ekki, ég meina sko eina sem við Íslendingar höfum áhyggjur af í útilegum er rigningin og rokið. En þrátt fyrir þetta allt saman hættum við ekki að fara í útilegur, erum búin að panta svæði fyrir okkur og Svanhildi og hennar lið um þarnæstu helgi, það verður bara gaman.





















Um þessa helgi ss. á laugardeginum ætlum við að hitta nokkra vinnufélaga Sigurjóns og þeirra fjölskyldur og fara á bátum yfir á litla eyju á miðri Beaver Lake, grillum og skemmtum okkur og svo um kvöldið förum við öll til einnar skólasystur minnar í grillveislu.
Á sunnudeginum er planið hjá okkur að hjóla aðeins á Gallopin Goose Trail, sem er göngu/hjóla stígur sem að gengur alla leið frá miðbæ og útí sveit(Sooke, berist fram sem súk) þannig að það verður nóg að gera þessa helgina.

Núna er ég bara að farast yfir spenningi um það hvor þeirra Beta frænka eða Dagmar systir verði á undan að eiga. Beta var sett 8.júlí og ekkert að gerast enn og Dagmar var sett þann 12. og ekkert að gerast hjá henni heldur, hvað er málið með þessi börn í okkar fjölskyldu þau er svo sannarlega ekkert að flýta sér í heiminn það er alveg á hreinu. Þau vita kannski á hverju þau eiga von þegar VIÐ!! erum annars vegar. Nei hvaða bull er þetta við erum yndisleg, hohohíhí.... Koma svo!!! Litlu dömurnar koma vonandi bara sama daginn, það væri nú gaman.

Jæja ég legg ekki meira á ykkur í bili.
Chiáo!

1 comment:

  1. Jæja Dagmar var á undan, litla dúllan hennar koma þann 18. og Beta verður sett af stað í dag 21. vonandi gengur það bara vel.

    ReplyDelete