Sæl og blessuð, bara rétt svona að láta vita af okkur. Allt er að komast á rétt ról hjá okkur, strákarnir að settlast í skólanum, þeir voru að byrja í nýjum skóla ss. View Royal Elementary sem að er bara í 5 mín. göngu fjarlægð. Þeir eru bara þokkalega sáttir og vonandi verða þeir það áfram. Þeir þekkja auðvitað slatta af krökkum úr hverfinu sem eru í þessum skóla, þannig að það auðveldar þeim eitthvað.
Selma er byrjuð í aðlögum hjá dagmömmu, ég skildi hana eftir eina í fyrsta skiptið í gær og það gekk bara vel, hún varð meira að segja fúl að þurfa að fara heim svo að vonandi verður þetta svona hjá henni það sem eftir er og komi ekkert bakslag þegar að hún fer að fatta, að þarna þurfi hún að vera alla daga. Ég held að hún sé alsæl með að hitta krakka á sínum aldri, búin að hanga með foreldrum sínum og bræðrum í allt sumar. Mér líst allavega vel á dagmömmuna, hún er á sama aldri og ég og á tvær dætur og er ofsalega viðkunnaleg bara:-)
Ég byrja ekki í skólanum fyrr en á mánudaginn svo að ég fæ þarna nokkra daga útaf fyrir mig, þessir dagar fara nú mest í að þrífa heimilið, þar sem að það hefur ekki verið gert mikið af því í sumar, ég meina til hvers? Það er gengið hérna inn og út á skónum, eða þá allir á tásunum, það tekur því ekki. ;-)
Ég er komin með stundatöfluna og er alsæl með hana, ég byrja alla daga 9 eða 9:15 og er til 2:30 þrjá daga og einn til 5. Sigurjón ætlar þá daga að hætta fyrr í vinnuni og taka á móti börnunum svo að ég geti verið allan þann daginn í skólanum. Svo að þetta blessast allt hjá okkur með það og þurfum ekki að kaupa neitt after school care, frábært! spörum pening þar.
Svo höfum við ákveðið að hætta að setja inn myndir á Flickr, við notum eingöngu núna picasa myndaalbúmin og eru þau flest lokuð fyrir almenning, við höfum sent mörgum boð um að fá að skoða, en ef einhver hefur ekki fengið boð og langar mikið að skoða nýjustu myndirnar þá er bara að senda okkur e-mail og sperja um leyfi og þá sendum við ykkur linkinn um hæl, æji maður er auðvitað með fullt af barna myndum og maður er bara ekkert hrifinn að hafa þetta opið fyrir alla þið skiljið.
En svo er líka hægt að klikka á myndirnar sem að koma fram á blogginu og þar farið þið inn á myndaalbúm sem að eru opin, þar eru til dæmis myndir úr skólanum mínum og fl.
Jæja við biðjum bara öll að heilsa í bili, veriði hress og ekkert stress!
Þangað til næst, túrilú!
Wednesday, September 10, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Já, ég hef einmitt verið að pæla í hvernig þið þorið að láta svona margar myndir af fjölskyldu og heimili inn. Meina, gaman fyrir okkur að skoða, en enn skemmtilegra að vera með vip aðgang ;)
ReplyDeleteJá þið eruð útvalið lið af bestu sort, hehe! Knús og kveðja til þín og mömmu þinnar Hugrún! Chiáo!
ReplyDeleteBlessuð gamla mín, var að lesa á dalaættarsíðunni að þú hafir sent inn myndir og þær ekki farið inn á síðuna?, á hvern sendir þú myndirnar? ef þú hefur sent á mig, þá hef ég ekki fengið þær þá er bara um að gera að reyna aftur og þá á gmailið mitt.
ReplyDeletesbj.fjeldsted@gmail.com
Kveðja Lauga
Hæ elskurnar, gott að sjá að allt gengur vel,sama hér,vorum 4.vikur úti á Spáni frá 8.sept-4.okt.var reyndar í gifsi því ég þurfti að brjóta mig áður en við lögðum af stað (löppina)en það er allt að koma.Við hefðum gaman að því að fá aðgang að myndum,er svo gamaldags að ég vil fá að fylgjast með mínum. Stórt knús á línuna úr NESINU.
ReplyDelete