Sunday, June 15, 2008

Ég og Snorri fórum í langa langa langa göngu og hittum svartbjörn á leiðinni. Hann var frekar spakur svo ég náði smá video skoti á hann. Hann var ekki nema ca 10 metra frá okkur og var orðin frekar forvitinn í lokin, það boðar ekki gott.
Þá létum við okkur hverfa.


6 comments:

  1. Úff ef ég hefði tekið þetta vídeó hefði það verið í anda Blair witch project þar sem ekkert hefði sést nema í hlaupandi fæturnar á mér og óttaslegið væl og grenj í bakgrunninum!!!
    Allt gott að frétta af mér, komin tæpar 39 vikur á leið og bíð bara eftir krílinu. Er með babysíðu www.123.is/olabarn ef þið viljið kíkja, skráið ykkur inn og ég sendi lykilorðið um hæl!

    ReplyDelete
  2. Þetta vídeó var í anda Blair Witch. Enda heitir það Bear Witch Project. Ég þurfti að klippa það niður um 15 sekúndur þegar ég var á hálfgerðum hlaupum með cameruna og pústaði mikið til að koma því hér inn.
    En jú mikið var þetta skemmtilegt. Sérstaklega þegar Snorri drullaði í sig af hræðslu ;-)

    ReplyDelete
  3. Jæja, Ingjaldur farinn að rífa sig og ekki einu sinni með húfuna á hausnum.

    Það eina sem að hristist úr hræðslu þarna var sá sem að hélt á vídeóvélinni.

    Eins og berlega sést þegar búturinn er skoðaður, 90% hrist og 10% zoom, Óskarinn er berlega ekki á leið til íslands í bráð.

    Hinn stóð styrkur sem stytta, tilbúinn með piparúðann!

    ReplyDelete
  4. Piparúðinn gerir lítið gagn þegar öryggið er á. Hins vegar var það stórmenni sem mundaði Tarzan hnífinn eins og hetja tilbúin í bjarnarslag.

    ReplyDelete
  5. HaHa,hér ísaköldu landi eru það hvítabirnir sem maður getur átt von á að mæata á förnum vegi á norðurlandi.Reyndi að senda þér soldið sniðugan póst um það,en fæ hann alltaf í hausinn aftur.KNÚS úr NESINU.

    ReplyDelete
  6. Sæa þú hlýtur að vera með rangt netfang, netfangið mitt er mrs.olason@gmail.com.
    Takk fyrir kveðjuna og knúsaðu nú bangsa frænda frá mér;-)
    Kv.Sif

    ReplyDelete