Sunday, October 26, 2008

Haust er tími liðinna stunda með sterkum litum og svölum andvara.




Veður hefur leikið við okkur Victoríu búa síðastliðnu vikur. Vetur á að skella á þann 22 des. samkvæmt Kanadísku dagatali.
Hér í húsi eru allir stálhressir- jafnvel þó að við drekkum ekki neitt Lýsi eða borðum ýsu og kartöflur.
Selma litla er að færast öll í fang með orðaforða og á til að blanda stundum saman íslensku og ensku. Hún er nú fljót að ná tak á enskunni í gegnum dagmömmuna. Við erum svo Yang-ið á móti með íslenskuna.
Drengirnir eru eins og ef ég man rétt, eins og drengir eru. Fullir af orku sem þarf að beisla. Núna í nóv. fara þeir á annað sundnámskeið og Daði mun einnig skella sér á nýju skautana sína og halda áfram í skautakennslu. Hann ætlar að verða alveg rosalega góður ice hockey spilari.



Óðinn karlinn reyndi fyrir sér á skautunum en hann er ekki alveg að finna sig þar. Við finnum eitthvað fyrir hann blessaðan í haust.



Við vorum í göngutúr við Beaver Lake Park sem er ein af paradísunum hér í nágrenninu og áttum þar fína stund eins og meðfylgjandi myndir sína.


Þetta verður ekki meira að sinni og við kveðjum þangað til næst.



No comments:

Post a Comment