Sunday, July 6, 2008

Hún á afmælí dag, hún á afmælí dag, hún á afmæli sú gamla og hún eldist með hverju hárinu..u ég meina árinu.:-)

Allt að gott að frétta héðan, við erum mikið búin að vera bara heima og útí garði, þar sem að veðrið hefur verið svo yndislegt. Það hefur reyndar verið of heitt á köflum en þá er bara plastlaugin sett út og buslustöðin hennar Selmu og kælt sig niður með ísköldu vatni. Erum að plana útilegu um þarnæstu helgi, en þangað til þá dúllum við okkur bara áfram heima. Svoleiðis á það líka bara vera, heima er að sjálfsögðu best. Við höfum nú kíkt tvisvar á ströndina samt og það er ágætt, en önnur þeirra eins og hún er yndisleg, er bara yfirfull af unglingum að sýna sig og sjá aðra, ég hef svosem ekkert á móti unglingum, maður bara finnur óþægilega mikið fyrir því hvað ég þarf að DRUSLAST!!! í leikfimi hehe. Eins og söngurinn segir,;ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni"


Ástar og saknaðarkveðjur frá okkur öllum.




4 comments:

  1. Til hamingju með daginn elsku sætsa systir mín
    xoxo

    ReplyDelete
  2. Hamingjuóskir með gærdaginn elsku Siffó. Bestu kveðjur til ykkar allra úr NESINU.

    ReplyDelete
  3. Sæl veriði stórfjölskyldan,
    til hamingju með afmælið í gær Sif, og takk fyrir kveðjuna á síðunni okkar, gaman að "heyra" frá ykkur og fylgjast með ykkur hér. Ef þið viljið sjá myndirnar okkar á síðunni þá er aðgangsorðið "María".
    Ég er á klakanum með yngsta stubbinn okkar, Ingi er EINN heima með hina tvo, svaka duglegur ;-)
    Kærar kveðjur frá Kanarífuglunum,
    Jóna Dís

    ReplyDelete
  4. Til hamingju með afmælið Siffó :)
    kær kveðja frá Noregsgenginu sem eru ennþá á íslandi.

    kveðja Maria, Arvid, Steinar og Ylva

    ReplyDelete