Sunday, October 28, 2007


Jæja loksins kem ég mér í að setja inn smá fréttir.
Af okkur hérna er svosem allt ágætt að frétta en við erum nánast öll á heimilinu búin að vera lasin, ég og Selma mest. Við erum búnar að vera með kvef í á 3 viku, ég fékk reyndar nokkra daga pásu en svo náði þessi fjandi mér aftur, Svo voru Daði og Óðinn með í maganum um helgina og Daði svoleiðis ældi útum allt greyið, við Eva vorum svo fegnar að Selma skildi sleppa, vonandi helst það. Aumingja Eva, sú eina sem að hefur sloppið við allt þarf að hanga á þessu pestarbæli, það er sko ekki eins og hún geti skroppið heim til sín á meðan hehehe. Annars ætla ég að fara til læknis á morgun og taka Selmu líka, láta lækninn útiloka streptokokka hjá okkur takk fyrir.

Það gengur bara vel í skólanum hjá mér, nóg að gera auðvitað. Verkefnin farin að hlaðast á okkur og skiladagar að koma á hreint. Ég er í 2 teikni áföngum(annar er húsateikning og hinn innanhúss), einum sögu, einum litafræði, einum byggingafræði og svo einum sem að eru eingöngu ferðir í fyrirtæki til að læra hvað er í boði fyrir heimilin í dag.(Product Knowledge) Þetta verður allt meira og minna búið í byrjun desember, sem er fínt fyrir okkur því að við erum að leggja í hann til Íslands þann 5.des. verðum komin á klakann þann 7. Mikið agalega hlakkar okkur til. Það verður STUÐ!!*
Það verða soldið strembnir síðustu dagarnir fyrir verkefnaskilin en svo bara mánaðarfrí takk fyrir það.

Sigurjón kemur heim í þann 7.nóv. í 10 daga frí sem er bara stutt en það verða líka svo bara 4 vikur þar til að hann kemur til Íslands og hittir okkur þar. Á miðvikudaginn verður Halloween hjá okkur og ætlum við þá að fara yfir til Ísólar,Snorra og krakkana og eyða kvöldinu i grikk og gott. Ég sett inn myndir á flickerinn fljótlega.

Selma krútt stækkar ört og er alveg að vera 1 árs, þ.e eftir tæpar 3 vikur núna. Hún er búin að taka fyrstu skrefin sín, voða dugleg og stolt af sjálfri sér að sjálfsögðu. Hún er alveg að gera útaf við heyrnina í okkur gellan því að hún öskrar svoleiðis yfir okkur öll hérna, kannski til að ná athygli eða þá að hún er bara pirruð og örg og vill að allir fái að finna fyrir því. Vonandi fer hún að hætta þessu, annars verðum við að fara að fjárfesta í kassa af eyrnartöppum. Annars segir Eva að hún láti sko ekki svona þegar að þær eru einar heima, þá sé hún svo mikið lamb. Jæja það er nú ágætt segi ég nú bara, annars væri Eva líklegast búin að panta sér flug heim fyrir löngu.

Annars er kominn tími á mig að fara í háttinn, ég skal reyna að vera soldið duglegri að setja inn fréttir af okkur, allavega 2 til 3 á mánuði það gerist ekki það mikið hérna.
Hlökkum til að hitta ykkur öll sem eruð á Íslandi allavega.
Ástar og saknaðarkveðjur
Sif, Eva og grislingarnir.

2 comments:

  1. Gaman að fá fréttir af ykkur þó það séu bara pestafréttir hahaha. Vonandi fáum við að sjá ykkur í des, gætum jafnvel haft frænkupartý.
    Kv. Lauga frænka

    ReplyDelete
  2. Já pestarfréttir eru þá betri en engar fréttir heheh. það væri ekkert leiðinlegt að fá að hitta ykkur allar í desember. Við verðum allavega eitthvað í bandi. Túrilú!!

    ReplyDelete