Tuesday, June 19, 2007


Jæja jæja hvar á ég að byrja? Sumsé Sigurjón kemur heim í frí eftir 14 vikna fjarveru og mikið agalega var gott að sjá hann. Strákarnir voru að verða vitlausir á biðinni og ég auðvitað líka, notaði það líka óspart að láta hann fara með Óðinn og Daða í skólann, er orðin pínu þreytt á að keyra þetta fram og til baka alla daga. Við fjölskyldan nutum samverunnar, fórum í grill til Ísólar,Snorra og barnanna, öll reyndum við að eiga sér stundir með hinum, ég og strákarnir, Sigurjón og Selma, Sigurjón og strákarnir. Við fjárfestum í grilli áður en að Rannveig,Gunnar og Sólveig komu og var ekkert lát á grillmatnum og hvað þá bjórnum á meðan á dvöl þeirra stóð, ef þetta er ekki tíminn þá veit ég ekki hvað.

Sigurjón og Snorri fóru með ferjunni yfir til Vancouver til að taka á móti foreldrum sínum og systur og voru þau orðin vel þreytt þegar þau loksins stigu inn í hús rétt fyrir miðnætti á föstudeginum 1.júní. Á laugardeginum var síðan farið í brunch til Ísólar og Snorra, tekinn langur göngutúr í góða veðrinu, svo um kvöldið vígðum við okkar grill og Ísól, Snorri og börn enduðu með því að gista líka hjá okkur. Já við erum nú ekki í vandræðum ef marga gesti ber að garði sko.
Þetta var nú ósköp rólegur og góður tími hjá gestunum, þau fóru nokkrar ferðir niður í miðbæ, sáu auðvitað hinn fræga Butchard Gardens, fóru í göngu, skruppu til Nanaimo að heimsækja gamla frænku Rannveigar og Sigurjóns, lágu í sólinni(þegar hún lét sjá þig það er)og litu svo aðeins við í mollið að sjálfsögðu. Við afrekuðum meira að segja að skreppa einn dag á ströndina, það var voða fínt, allir fengu að fara aðeins á Kayak eða Kanó. Krakkarnir eru alveg að fíla það í tætlur.

Því miður stóð þetta allt saman heldur stutt, gestirnir okkar fóru aftur til Íslands þann 14. og síðan fór Sigurjón aftur til vinnu þann 17. Alveg agalegt hvað tíminn flýgur frá manni.
En allavega góður fréttirnar eru þær að Sigurjón verður BARA! í 9 vikur í burtu núna, hehe já hið ljúfa líf, þetta passar akkúrat strákarnir eru að enda sumarfríið sitt þá. Auðvitað er þetta frekar fúlt en Sigurjón vill samt frekar hafa þetta svona og ná þá að vera heima þegar að Daði á afmæli og svo aftur þegar að Selma verður 1 árs. Þetta verður svona hjá okkur þar til febrúar-mars á næsta ári, þá verða nú líklegast breytingar á vinnuhögum hjá Sigurjóni. Þar til horfum við björtum augum á framtíðina, ég að byrja í skólanum í haust gaman gaman, Selma verður í barnapössun fram að jólum og svo eftir áramótin koma mamma og Óli og ætla þau að vera með hana á meðan ég verð í skúlen. Ég er orðin ansi spennt að byrja, fór um daginn að spjalla við þau í skólanum og fékk ég fiðring í mallakútinn bara.

Strákarnir eru að klára síðustu vikuna af skólanum og verða svo í sumarfríi þar til í byrjun sept. Það eru eingöngu leikir og skemmtanir hjá þeim núna, sports day, beach day, fun day og fun fair og guð má vita hvað. Ég er farin að hlakka til að þurfa ekki að keyra þá í skólann alla daga, gott að fá frí frá því og líka fargins nestinu sem ég þarf að gera réddí fyrir hvern skóladag. Það verður þá nóg að gera á þessu heimili með allt liðið heima alla daga, þannig að við ætlum bara að vera dugleg að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera í sumar. Ég á allavega ekkert von á dauðum tíma, manni leiðist þá ekki heldur.

Selma litla stækkar ört, orðin 7 mánaða núna. Hún er hrókur alls fagnaðar, brosir sínu fallega brosi alla daga og virðist aldrei skipta skapi nema kannski ef hún er orðin of þreytt og orðin verulega pirruð. En hún er líka sannur sporðdreki, um leið og maður gerir eitthvað við hana sem að hún fílar ekki þá notar hún sko sporðann, maður fær bara einn áann takk fyrir og svo bara er allt í góðu aftur hehe, minnir mig stundum á eina góða vinkonu mína(hí hí gudda sín) Núna er hún farin að geta lyft sér upp á hnén og virðist ætla drífa sig í að fara að skríða, en svo nær hún því ekki alveg og lætur duga að ýta sér áfram á mallanum og þannig er hún farin að fara út um allt. Ahh... jæja þá er friðurinn úti, ætli maður þurfi ekki að fara að girða fyrir allt, að ég tali nú ekki um hlið fyrir stigann.

Jæja ég er þá búin að bulla nóg í bili, látið endilega heyra í ykkur(þið sem lesið)
Við biðjum að heilsa öllum, knús og kossar frá okkur hérna vesturfrá.

9 comments:

  1. Svo er fullt af nýjum myndum inná myndasíðunni okkar. Enjoy!

    ReplyDelete
  2. Hæ hæ
    Gaman að sjá að allt er í lukkunar standi hjá ykkur, og ég tala nú ekki um sumarið,sólina ströndina og allt það, við hér á klakanum þökkum fyrir hvern sólardag :).
    Markús Ingi biður að heilsa Óðni og spyr hvenær hann fái að hitta hann. Ég var reyndar að hlæja af sundlauginni sem strákarnir æfa í, hún er eins og laugin í Austó híhí.

    Bið að heilsa og hafið það sem allra best.
    Lauga og co.

    ReplyDelete
  3. Hæ,hæ ! alltaf gaman að fá fréttir og heyra að allir hafa það gott í sól og sumaryl.Er staðuppgefin amma núna I og B.eru að fara til Benedorm í fyrramálið og verða í viku.Nú svo er brúðkaup á laugard.Gunnar Már og Erla.Svo það er nóg að gera híhí.Stórt KNÚS til ykkar allra með bestu kveðjum úr Nesinu.

    ReplyDelete
  4. Já, það er ekki smá traffík þarna hjá ykkur!

    Dýrka myndina af systkinunum þrfemur þar sem Selma er með SVOOOOONA stór augu!

    Ég vona að það styttist í að ég geti snert, og kjassað

    Heimsins bestu sumarkveðjur,
    Hugrún

    ReplyDelete
  5. Takk fyrir kveðjuna Hugrún.
    Þú hittir Selmu kannski fyrr en þú heldur ;-)

    ReplyDelete
  6. Lauga ég var lengi að spá í þetta með sundlaugina,ha eins og laugin i Austurbæjarskóla??? Svo fattaði ég að það sést auðvitað aðeins partur af sundlauginni á myndinni, hún er í rauninni risastór, skipt í 3 parta.
    En kannski ná Markús Ingi og Óðinn að hittast þegar við komumst í heimsókn til Íslands.
    Sæa skilaðu endilega kærri kveðju til Gunnars Márs og Erlu, hefði verið gaman að komast í brúðkaup.
    Takk annars fyrir kveðjurnar.

    ReplyDelete
  7. Hæ dúllur!!!
    Rosalega er hún Selma mikið bjútí...omg!!! Sú á eftir að fá athygli hjá hinu kyninu...eins gott fyrir pabbann að byrja að vernda hana strax:ö
    Frábært að skoða myndirnar af ykkur væri sko alveg til í að koma til ykkar en kannski later....en hey!!! sendu mér heimanúmerið þitt á emailið mitt gudrunolga@hotmail.com því ég ætla að hringja í þig frítt úr tölvunni minni...oký...þangað til hafið það gott love stóri sporðdrekinn hehehe

    ReplyDelete
  8. Æðislegt að heyra fréttir af ykkur og mjög skemmtilegar myndirnar.
    Hafið það gott krúttin mín.

    ReplyDelete
  9. Hæ hó, ætlaði löngu að vera búin að kvitta hér. Til hamingju með litlu prinsessuna (betra seint en aldrei híhí)
    Af okkur er bara allt gott að frétta, Geiri er í Kína, held að hann gæti ekki verið lengra í burtu híhí. Karen er komin í sumarfrí og Rebekka var að byrja á leikskóla og ég að vinna. Úff það er samt auðveldara að vera heimavinnandi... Jæja ætla ekki að segja ævisöguna hér, heyri í ykkur síðar. Túrílú Anna
    Ps. bið að heilsa Ísól

    ReplyDelete