Monday, May 7, 2007














Smá fréttatilkynning frá okkur Vesturförunum. Af okkur er bara allt gott að frétta eins og oftast. Ég hef eiginlega allan tíma til alls en samt engan tíma til neins, ég er annaðhvort alveg á fullu að gera það sem ég ætla mér, eða þá að ég kemst ekki í að gera neitt. Ætli þetta kallist ekki að vera 3 barna móðir og svo er nú ekki eins og ég geti sagt við eiginmanninn eða einhvern, nennirðu aðeins að líta eftir börnunum á meðan ég klára að elda eða bara klára EITTHVAÐ!! He he ég er ekkert að kvarta, þetta gengur einhvern veginn upp hjá manni og ég þarf bara að læra að stressa mig ekkert á því þó að það sé skítur í hornunum og börnin séu ekki að fá heita máltíð á hverju kvöldi. Mér verður nú oft hugsað til hennar ömmu minnar sem að eignaðist 6 stráka, pjúh..mikið er ég bara sátt við mín þrjú. En þetta er semsagt aðal ástæðan fyrir blogg leysinu hjá mér, ég bara er nánast ekkert við tölvuna þessa dagana, hvað þá horft á sjónvarp sem er nú alveg ótrúlegt fyrir sjónvarpssjúklinginn mig, enda er nú ekki horfandi á það hérna fyrir þessum fjandans auglýsingum. Jæja þið fáið þó allavega fréttir af Sigurjóni, ég var að stríða honum hvað hann væri háfleygur í orðum þegar hann skrifar, en hann sagðist bara vera að læra að blogga og að hann vildi skrifa vel og væri sko að vanda sig, svo bara rumpar hann af sér heilli íþróttafréttatilkynningu eins og vanur væri. Æ hvað ég elska þennan kall, ha heyrirðu það kjullubangsi(fer það honum ekki vel)? Ég elska þig!!!

ALLAVEGA!!

Við bíðum spennt eftir sumrinu hérna, það hefur verið óvenju lengi á leiðinni þetta árið en þetta er allt í áttina núna. Í dag var veðrið alveg yndislegt, sól og meira að segja hitinn fer hækkandi. Við Ísól vorum eitthvað að kvarta yfir þessu um daginn, en Snorri skammar okkur og segir að við séum bara orðnar of góðu vanar, sem er auðvitað alveg rétt þegar maður hugsar til veðurfarsins á Fróni. Við Ísól ætluðum í stelpuferð til Nanaimo á fimmtudaginn síðasta en það endaði bara sem óvissuferð, því að einhver skynjari í sjálfstýringunni á bílnum var orðinn ónýtur og við enduðum með bílinn á verkstæði. Sem betur fer vorum við ekki komnar langt útur bænum svo að þetta fór nú vel, sáum bara sætann gaur á verkstæðinu og fórum svo í hádegismat heim til mín, kíktum í eina búð og svo skutlaði ég henni heim, hehe voðalega gaman bara. Við ætlum að athuga hvort að við komumst ekki næsta fimmtudag. Síðasta föstudag var svokallað Cultural Fair í skóla strákanna, svaka fjör öll börnin komu uppáklædd í fötum frá hinum og þessum þjóðum, það var búið að breyta stofunum í nokkur lönd sem voru t.d. Spánn, Kórea, Ástralía og Nýa Sjáland og Quebec (ss. franska Kanada) og þar var börnunum skemmt með sögum og skemmtiatriðum sem þessar þjóðir eru þekktar fyrir. Öll börnin fengu vegabréf sem að þau fengu stimpil í fyrir hvert land og svo enduðu þau á að fara á International Café, þar sem að allir foreldrar voru búin að koma með mat frá hinum og þessu þjóðum. Þetta var alveg ofsaleg skemmtilegt bara og ég og Selma vorum að aðstoða með matinn. Eftir að allt var búið varð maður auðvitað að prufa allann matinn, mmm... ofsalega gott en ég held að ég hafi borðað of margar tegundir mata, því að svo fórum við í grill til Ísólar og Snorra (Ísól átti afmæli þennan dag) og þar var nú enginn smá veilsumatur á borðum, nú ég borðaði líka vel af því og var bara södd og sæl eftir þennan fína dag EN.....svo vakna ég bara um hálf sex laugardagsmorguninn við þessa voðalegu skruðninga í maganum og varð ég svo veik, að það var bara upp og niðurgangur allan morguninn. Sjiss!! Ég var algjört slitti þennan dag, gat ekkert borðað og lá svo bara upp í rúmi með Selmu sem var algjör engill, meira að segja Óðinn sá aumur á mér og sagði mér bara að leggjast á magann svo hann gæti nuddað mig þessi elska. Sem betur fer var ég hætt að æla um hádegið og ég var orðinn þokkaleg um kvöldið, Ísól og Snorri redduðu mér Kóka Kóla og tóku svo Óðinn með sér og við Daði og Selma áttum rólegt kvöld.

Nú styttist óðum í Sigurjón, aðeins 20 dagar í að hann komi heim og svo koma Rannveig Gunnar og Sólveig viku á eftir honum, jibbý!! Þá verður kátt í höllinni aftur, búið að vera ansi rólegt hjá okkur undanfarið. Vonandi fá þau geggjað veður svo við getum farið eitthvað á ströndina á meðan þau verða hérna og sleikt sólina. Ég er sko alveg farin að þrá einhvern lit á kroppinn eftir veturinn, er aðeins að lifna við í andlitinu enda veitti ekki af;-)
Jæja elskurnar ég læt þetta duga í bili, verð að drífa mig í háttinn enda klukkan að verða 11 je dúdda mía, hehe já það er af sem áður var þá vakti maður sko fram eftir öllu.

Túrilú!

14 comments:

  1. 18 dagar í heimför kona góð, 18 dagar :-)

    ReplyDelete
  2. hahahahaha. Ég verð að kommenta líka svona til að pabbinn yfirtaki nú ekki alveg kommentakerfið;)Já þetta styttist óðum Sigurjón, verður frábært að fá þig heim. Við erum loksins búin að kaupa gasgrill svo við verðum að hafa grillpartí þegar þú kemur:)Veðrið er geggjað sól og hiti ummm, oh Canada oh Canada......

    ReplyDelete
  3. Frábært. Grillum bjór og pylsur :-9

    ReplyDelete
  4. ÞETTA styttist óðum sýnist mér hehe!! Grilluðum lambafilet í kvöld uummm gott KNÚS,KNÚS úr Nesinu.

    ReplyDelete
  5. ....noooooooooooo....Bannað að segja lamba......

    ReplyDelete
  6. Ohh....íslenskt lambakjöt á diskinn minn takk. Það verður allavega það fyrsta sem að ég bið um þegar við verðum næst á Íslandi. Knús til ykkar í nesinu. Kv.Sif

    ReplyDelete
  7. Eftir akkurat 14 daga verð ég heima!
    Hamborgarpylsur á kanadísku grilli, Geri aðrir betur. Með Snorra og Ísól í ferðatöskunni.
    Ekki spyrja!

    ReplyDelete
  8. Þú gleymir bjórnum;) En hvað er þetta annars með okkur í ferðatösku?? Ég fæ nú bara innilokunarkennd.

    ReplyDelete
  9. jeminn eini hvað hún Selma er milil Rakkataðóa!!! algjör mús í bakpokanum heheh langar svo að sjá Drottninguna útitekna í framan!! Flottir strákarnir og vá hvað þú ert dugleg að vera svona ein....í mínum augum ertu algjör HETJA Sif mín!!!! Haltu áfram að vera svona mikill karakter, falleg og skemmtileg....hlakka til að hitta þig einhverntímann, love Svíinn

    ReplyDelete
  10. Þetta var svona einhver svamp Sveinssons hugsun Ísól mín. Það er allt svo klikkað á þeim bæ. ha ha.

    ReplyDelete