Friday, March 23, 2007

Bloggavesen


Já ég veit að það er alveg hrikalega þreytandi þegar að fólk er alltaf að breyta bloggsíðunum sínum, maður er loksins búinn að setja hið fyrra inn í minnið á tölvunni, þá er búið að breyta því enn eina ferðina. Ég semsagt ákvað að færa okkur yfir þar sem að ég er að reyna að virkja hann Sigurjón í það að fara að skrifa líka, þannig að hægt verði að fá fréttir af honum beint. Hann hefur gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til að halda út bloggi en alltaf klúðrað því, þannig að vonandi fáum við að heyra meira af honum núna. Já það er svosem ekkert annað að frétta af okkur núna, ég og börnin erum búin að vera að dingla okkur þessa dagana sem að strákarnir hafa verið í frí, en við höfum ekki getað gert mikið svosem því að það er eiginlega búið að rigna alla vikuna. Við höfum nú samt afrekað að fara eitthvað út í göngutúra með viðkomu á róló, fórum í bæinn í gær og gerðumst örlítið menningarleg, fórum á safn sem að heitir Miniature world mjög skemmtilegt, þar var semsagt búið að gera líkön af hinu og þessu, eins og stríðum, Kanada í gamla daga og svo voru líkön af söguhetjum og sirkús og margt fleira. Við skemmtum okkur allavega vel og fengum okkur svo að borða á Old Spaghetti Factory á eftir. Strákarnir verða í Spring Break Camp í næstu viku, það er á vegum skólans og verða þau í leikjum úti sem inni og fá að baka og fl. Það verður allavega ágætt fyrir mig að þurfa ekki að hafa ofan af fyrir þeim þá vikuna líka, það er náttúrulega svolítið takmarkað sem að við getum gert á meðan Selma er svona lítil. Ég gat heldur ekki komist í leikfimistímann minn púhú!! En það er að bætast við annar morguntími svo að nú get ég farið 2svar í viku í Nia og þess á milli hamast á mini trampolíninu mínu heima í stofu. Hef það eftir góðum heimildum að það jafnast á við hvað leikfimi, 10 mínútur á trampólíninu og þú ert búinn að örva allar frumu líkamans á sama tíma. Það örvar og styrkir ónæmiskerfið og er ótrúlega árangursríkt í að hreinsa líkamann af eiturefnum úr frumunum. Það styrkir og örvar öll helstu líffærin og kirtlana. Svo styrkir það líka vöðvana,bandvefinn og liðböndin. Alveg ótrúlegt ha! Já sko allir út í búð að kaupa sér eitt stykki trampólín. Ég er ss. að lesa bók núna sem að heitir Natural Cures ‘‘they‘‘ don´t want you to know about. Hann heitir Kevin Trudeau sem að skrifar hana og talar hann um í henni að lyfjafyrirtækin í Ameríku væru mafíósar upp til hópa, þeir væru í raun að halda okkur veikum svo að þeir græði sem mest. Og svo er hann með margar góðar lausnir fyrir okkur til að halda okkur heilbrigðum svo að við þurfum ekki að neita lyfja, því ef að líkaminn er í jafnvægi þá heilar hann sig sjálfur. Allavega er þetta Bíblían mín núna og ætla ég smátt og smátt að fara eftir þessum ráðum hans til þess að halda mér og fjölskyldu minni heilbrigði.

Jamm það var nefnilega það sko! Læt þetta duga í bili.
Kv.Sif og co.

2 comments: