Tuesday, January 19, 2010
Wednesday, December 23, 2009
Bestu óskir um Gleðileg jól og farsæld á nýja árinu!!
Kæru vinir og fjölskylda, enn og aftur verðum við að hryggja ykkur með því að senda ekki jólakort þetta árið, þetta verður því miður í rafrænu formi hjá okkur enn ein jólin! Það er kannski ekkert verra en mér finnst það samt soldið sorglegt einhvern veginn, því gömlu góðu jólakortin eru bara svo yndisleg og sérstaklega gaman að opna þau og lesa í rólegheitunum eftir pakkaflóðið.
Hér af okkur Vesturförum er allt fínt að frétta bara, við erum búin að búa hérna í 3 og hálft ár núna og okkur líður alltaf jafn vel. En það örlar á svolítilli heimþrá, þá sérstaklega núna um jólin, það er þessi íslenski hátíðleiki sem að maður saknar og auðvitað fjölskyldu og vina. Við fjölskyldan höfum ekki komið til Íslands núna í 2 ár og enginn hefur komið að heimsækja okkur þetta árið, engin furða eins og ástandið er búið að vera á klakanum, þannig að maður finnur kannski meira fyrir því hvað maður virkilega saknar allra mikið. En okkur til mikillar ánægju þá verður meira líf hérna á nýja árinu, því að Jói bróðir og Sigrún mágkona eru búin að boða komu sína í febrúar og hlökkum við mikið til að fá þau og eigum við svo von á fleirum síðar á árinu, þannig að þetta ætlar bara að verða spennandi ár jíha 2010!!
Sigurjón er fjarri góðu gamni enn ein jólin, í þetta skiptið er hann staddur í Jeddah,Saudi Arabíu. Eftir síðustu jól án hans ætluðum við sko alls ekki að standa í þessu aftur, en því miður þá verðum við bara að gera það sem þarf og það er vinna. Það hefur verið einstaklega rólegt í flugvirkjanum þetta árið og þegar það er vinna í boði þá tekur maður henni, þ.e. Sigurjón sko!
Ég veit vel hvað margir hugsa....afhverju er maðurinn ekki að vinna í Kanada og ladída, en það er nú bara ekki svo einfalt að fá vinnu hérna og allra síst fyrir flugvirkja með Evrópskt flugvirkja skírteini og aðrar vinnur með sæmandi laun eru bara ekki í boði! Hér er töluvert atvinnuleysi líka og ekki endilega allar dyr opnar fyrir okkur útlendingana. En hvað um það, þetta er nú ekki svo mikið mál, við erum öll vön þessu og finnum ekki of mikið fyrir þessu dags daglega og ef hann getur verið á reglulegum rúnti, komið heim á mánaðarfresti þá væri þetta bara fínt!
Við erum mikið búin að vera að spá og spökulera með það hvað við ætlum nú að vera hérna lengi og margir að spyrja okkur hvort við ætlum bara að setjast að hérna, en ég get nú sagt það nokkurn veginn með vissu að það verði ekki lokastaðan. Við sjáum okkur hér næstu 2 til 3 árin og ætlum þá að færa okkur um set, annað hvort á klakann eða nágrenni! Auðvitað getur maður ekki sagt neitt með vissu ennþá, en allavega stendur þetta nokkurn veginn svona núna, þar til annað kemur í ljós! Ég er farin að vinna sem Innanhúshönnuður og hefur það farið rólega af stað, enda er ég algjör nýgræðingur og þekki ekki marga, en þetta kemur allt með kalda vatninu og ætla ég mér að ná í smá reynslu á þessu sviði, en þó er ég nokkuð spennt fyrir því að bæta aðeins meiru við, ég hef svo mikinn áhuga á öllu sem viðkemur umhverfis og vistvænu svo maður veit aldrei, algjör eilífðarstúdent hehe!
Börnin eru öll hraust og stækka bara og stækka!
Óðinn bráðum að verða 10 ára í apríl, hann er langhæðstur af sínum jafnöldrum og verður ekki langt í að hann nái mér. Það eina sem að kemst að hjá honum eru tölvur og tölvuleikir og þykir honum ekkert skemmtilegra en að fá að hanga í þeim... helst allan daginn, ég þarf orðið að sparka honum út úr húsinu til að fara út að leika sér hehe alveg ferlegur sko! Hann verður sendur á sundnámskeið eftir áramótin til að fá einhverja hreyfingu, svo fara þeir feðgar í göngur öðruhvoru þegar Sigurjón er heima.
Daði Snær orðinn 7 ára síðan í september og hefur alveg nógu mikla orku fyrir alla fjölskylduna, hann aftur á móti elskar að leika sér úti(annað en bróðir hans)og fer bara og finnur sér vini í hverfinu til að leika við og getur verið að klukkutímum saman, þó reyndar er það nú eitthvað styttra á veturna því það er orðið dimmt milli fjögur og fimm núna. Hann vantar eitthvað til að beysla alla þessa orku og verður hann sendur í sund líka og Kung fu, ekki veitir af:-) Auðvitað er hann líka hrifinn af að spila tölvuleiki(hvaða strákur gerir það ekki?) og horfa á bíómyndir þá sérstaklega Transformer(í mega uppáhaldi), Star Wars, Harry Potter og Spiderman.
Selma Victoría, litla prinsessan á heimilinu og þá meina ég prinsessan sko! Hún ætlar nú heldur betur að stjórna á þessu heimili og fæ ég að heyra nokkuð oft frá henni: "ekki tala við mig mamma" þegar hún er óánægð með mig! Hún elskar að horfa á Barbie,Doru og Disney prinsessurnar, hún vill mála sig eins og mamma, fá naglalakk, velja sjálf á sig fötin(helst bleik) og fara í dress up. Meiri stelpa getur hún ekki verið jeminn eini! En svo getur hún alveg verið í byssó með bræðrum sínum, leikið með þeim í legó eða stjórnað þeim með harðri hendi, hún gefur þeim þá ekkert eftir og er harðákveðin stelpa, þessir stórubræður mega bara vara sig sko!
Jæja kæra fjölskylda og vinir!
Þið hafið fengið smá fréttir af okkur öllum, við höfum ekki verið nógu dugleg að láta vita af okkur, enda finnst okkur svosem ekkert merkilegt að frétta héðan! En ég ætla að vera duglegri að skrifa eitthvað reglulega, var að spá í að hafa smá samantekt fyrir hvern mánuð í senn og henda inn nokkrum myndum með og svona. En við erum alltaf með myndasíðu á picasa og ef einhvern langar að fá að skoða en hefur ekki verið boðið þá endilega látið okkur vita og við sendum linkinn med de samme! Stórt knús og saknaðar kveðjur frá okkur öllum!!
Kæru vinir og fjölskylda, enn og aftur verðum við að hryggja ykkur með því að senda ekki jólakort þetta árið, þetta verður því miður í rafrænu formi hjá okkur enn ein jólin! Það er kannski ekkert verra en mér finnst það samt soldið sorglegt einhvern veginn, því gömlu góðu jólakortin eru bara svo yndisleg og sérstaklega gaman að opna þau og lesa í rólegheitunum eftir pakkaflóðið.
Hér af okkur Vesturförum er allt fínt að frétta bara, við erum búin að búa hérna í 3 og hálft ár núna og okkur líður alltaf jafn vel. En það örlar á svolítilli heimþrá, þá sérstaklega núna um jólin, það er þessi íslenski hátíðleiki sem að maður saknar og auðvitað fjölskyldu og vina. Við fjölskyldan höfum ekki komið til Íslands núna í 2 ár og enginn hefur komið að heimsækja okkur þetta árið, engin furða eins og ástandið er búið að vera á klakanum, þannig að maður finnur kannski meira fyrir því hvað maður virkilega saknar allra mikið. En okkur til mikillar ánægju þá verður meira líf hérna á nýja árinu, því að Jói bróðir og Sigrún mágkona eru búin að boða komu sína í febrúar og hlökkum við mikið til að fá þau og eigum við svo von á fleirum síðar á árinu, þannig að þetta ætlar bara að verða spennandi ár jíha 2010!!
Sigurjón er fjarri góðu gamni enn ein jólin, í þetta skiptið er hann staddur í Jeddah,Saudi Arabíu. Eftir síðustu jól án hans ætluðum við sko alls ekki að standa í þessu aftur, en því miður þá verðum við bara að gera það sem þarf og það er vinna. Það hefur verið einstaklega rólegt í flugvirkjanum þetta árið og þegar það er vinna í boði þá tekur maður henni, þ.e. Sigurjón sko!
Ég veit vel hvað margir hugsa....afhverju er maðurinn ekki að vinna í Kanada og ladída, en það er nú bara ekki svo einfalt að fá vinnu hérna og allra síst fyrir flugvirkja með Evrópskt flugvirkja skírteini og aðrar vinnur með sæmandi laun eru bara ekki í boði! Hér er töluvert atvinnuleysi líka og ekki endilega allar dyr opnar fyrir okkur útlendingana. En hvað um það, þetta er nú ekki svo mikið mál, við erum öll vön þessu og finnum ekki of mikið fyrir þessu dags daglega og ef hann getur verið á reglulegum rúnti, komið heim á mánaðarfresti þá væri þetta bara fínt!
Við erum mikið búin að vera að spá og spökulera með það hvað við ætlum nú að vera hérna lengi og margir að spyrja okkur hvort við ætlum bara að setjast að hérna, en ég get nú sagt það nokkurn veginn með vissu að það verði ekki lokastaðan. Við sjáum okkur hér næstu 2 til 3 árin og ætlum þá að færa okkur um set, annað hvort á klakann eða nágrenni! Auðvitað getur maður ekki sagt neitt með vissu ennþá, en allavega stendur þetta nokkurn veginn svona núna, þar til annað kemur í ljós! Ég er farin að vinna sem Innanhúshönnuður og hefur það farið rólega af stað, enda er ég algjör nýgræðingur og þekki ekki marga, en þetta kemur allt með kalda vatninu og ætla ég mér að ná í smá reynslu á þessu sviði, en þó er ég nokkuð spennt fyrir því að bæta aðeins meiru við, ég hef svo mikinn áhuga á öllu sem viðkemur umhverfis og vistvænu svo maður veit aldrei, algjör eilífðarstúdent hehe!
Börnin eru öll hraust og stækka bara og stækka!
Óðinn bráðum að verða 10 ára í apríl, hann er langhæðstur af sínum jafnöldrum og verður ekki langt í að hann nái mér. Það eina sem að kemst að hjá honum eru tölvur og tölvuleikir og þykir honum ekkert skemmtilegra en að fá að hanga í þeim... helst allan daginn, ég þarf orðið að sparka honum út úr húsinu til að fara út að leika sér hehe alveg ferlegur sko! Hann verður sendur á sundnámskeið eftir áramótin til að fá einhverja hreyfingu, svo fara þeir feðgar í göngur öðruhvoru þegar Sigurjón er heima.
Daði Snær orðinn 7 ára síðan í september og hefur alveg nógu mikla orku fyrir alla fjölskylduna, hann aftur á móti elskar að leika sér úti(annað en bróðir hans)og fer bara og finnur sér vini í hverfinu til að leika við og getur verið að klukkutímum saman, þó reyndar er það nú eitthvað styttra á veturna því það er orðið dimmt milli fjögur og fimm núna. Hann vantar eitthvað til að beysla alla þessa orku og verður hann sendur í sund líka og Kung fu, ekki veitir af:-) Auðvitað er hann líka hrifinn af að spila tölvuleiki(hvaða strákur gerir það ekki?) og horfa á bíómyndir þá sérstaklega Transformer(í mega uppáhaldi), Star Wars, Harry Potter og Spiderman.
Selma Victoría, litla prinsessan á heimilinu og þá meina ég prinsessan sko! Hún ætlar nú heldur betur að stjórna á þessu heimili og fæ ég að heyra nokkuð oft frá henni: "ekki tala við mig mamma" þegar hún er óánægð með mig! Hún elskar að horfa á Barbie,Doru og Disney prinsessurnar, hún vill mála sig eins og mamma, fá naglalakk, velja sjálf á sig fötin(helst bleik) og fara í dress up. Meiri stelpa getur hún ekki verið jeminn eini! En svo getur hún alveg verið í byssó með bræðrum sínum, leikið með þeim í legó eða stjórnað þeim með harðri hendi, hún gefur þeim þá ekkert eftir og er harðákveðin stelpa, þessir stórubræður mega bara vara sig sko!
Jæja kæra fjölskylda og vinir!
Þið hafið fengið smá fréttir af okkur öllum, við höfum ekki verið nógu dugleg að láta vita af okkur, enda finnst okkur svosem ekkert merkilegt að frétta héðan! En ég ætla að vera duglegri að skrifa eitthvað reglulega, var að spá í að hafa smá samantekt fyrir hvern mánuð í senn og henda inn nokkrum myndum með og svona. En við erum alltaf með myndasíðu á picasa og ef einhvern langar að fá að skoða en hefur ekki verið boðið þá endilega látið okkur vita og við sendum linkinn med de samme! Stórt knús og saknaðar kveðjur frá okkur öllum!!
Monday, August 10, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)