Smá ferðasaga.
Núna get ég sagt að ég hafi fengið innsýn í þýskt þjóðfélag eftir að hafa verið bæði í Bæjaralandi (Munich) og Hamburg í norðri.
Er ég kom fyrst til höfuðsvæði BMW bílaverskmiðjunar þann 18 febrúar síðastliðinn blasti við mér stór og breiður vegur til norður og suðurs.
Þetta var hinn þýski "auto bahn". Mjög svo mikið búið að splæsa aurum í það malbilk.
Ég var 5 vikur í Munich en bjó í bæ sem nefndur er Erding-kenndur við frægan bjór...eða meira að bjórinn er kenndur við bæinn sem hann er framleiddur í. Þetta var svona lítið og krúttulegt, eins og Sif mundi segja það, þorp.
Eftir þá dvöl hélt leið mín til Hamburgar, þar sem ég hef alið upp manninn síðustu 9-10 vikur.
Það sem sló mig mest af brölti mínu er hvað Þjóðverjar, ekki síst ungt fólk og unglingar, tala nánast enga ensku. Mjög stór hluti gerir það ekki. Eitthvað fannst mér það einkennilegt vegna þess að ég bjóst við að unga fólkið reyni að koma sér í svona multi lingular stöðu eins og við hin unga kynslóð annarra landa. Skýringunna fann ég svo í sjónvarpsmiðlinum.
Allt efni í þýskum sjónvarpsmiðli er "dubbað"- talað inná, en ekki textað eins og við erum vön úr skandinavíu. Meira að segja vinnufélaginn minn úr Hamburg vill sjá Borat á ensku bara til að heyra hvernig hann er.
Eitt er það sem ég tek hattinn af Hamborgara búum fyrir er almenna samgöngukerfið. Það virkar, er á áætlun og ódýrt. Fór með lestum til Hannover og Danmerkur og notaði svo grimmt strætó og svokallað S bahn og U bahn sem eru borgarinnar lífæð, sbr Metro og Underground. Pottþétt kerfi!
Þjóðverjar taka enga áhættu. Þeir vilja hafa allt á hreinu. Það mundi ekki koma til greina hjá þeim að vinna svona verktaka vinnu eins og ég. Þeir vilja binda sig (helst Lufthansa) til 45 ára. Ég mundi ALDREI geta það.
Ég er að skrifa þetta í 34.000 feta hæð yfir vesturströnd Grænlands. Útsýnið frá íslandi og alla leið hingað er með eindæmum. Sá Reykjavík og var hugsað hvenær við mundum fara þangað næst. Kona sem situr næst mér spurði mig hvort ég sakni ekki Íslands. Ég sagði henni að svo væri ekki. Er svotil nýfluttur til Kanada og ég sakna barnanna minna og konu mína sem bíða mín þar.
Ég náði að fara á Mezzoforte tónleika og hitti Jóa mág minn og fræddist í Danmörku um að Hamborg og það svæði hefði tilheyrt Danska konungsríkinu fyrir mína tíð.
Núna er ég bara að vona þegar ég lendi í Vancouver að ég nái síðustu ferjunni til Victoria. Ég held að það ætti að nást alveg. Kannski ég skrifi næst þá í 20 fetum yfir sjávarmáli á 17 hnúta hraða. Reynum það. En núna ætla ég að horfa á bíómynd og njóta útsýnisins. Við erum komin yfir til Baffins bay í Kanada.
35.000 fetum síðar og einhverjum klukkutímum.
Komin í ferjuna þreyttur svangur og að drepast úr prumpleysi. Þetta er svona langstímaflugsloftsmagastífla og ég ætla að fara upp á dekk að losa þar. Svo ætla ég að njóta ferðarinnar úti og horfa á náttúruna úr rökkrinu. Ferðin tekur 95 mín. og leiðin er stórkostleg sigling gegnum smáeyjar.
Ég er að fara að njóta þess núna...og losa smá metangas. :0
Oooooog.
Núna er ég komin heim í faðm fjölskyldunar. Hef engan tíma að skrifa því ég er heima ;-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Mikið held ég að allir séu glaðir,bestu kveðjur og stórt KNÚS úr Nesinu.
ReplyDeleteFalleg ferðasaga...sérstaklega fallegt metangasið :þ
ReplyDeleteEn gott að heyra að þú ert kominn heim og ég sendi knús á línuna.
Takk takk. Það biðja allir að heilsa.
ReplyDeleteTil hamingju med ad vera kominn heim Grjoni minn!!! Nu getur Sif mín farið í andlitsbað og dekur og þú passar heheheheh.
ReplyDeleteKnús á ykkur
Guddan
Hei hei,það er kominn 15 júní. Er ekki allt í góðu,komið sumar og alles.Stórt knús úr Nesinu.
ReplyDelete