Sunday, April 8, 2007
Sællt veri fólkið.
Ég er núna staddur á Bornholm í Danmörku hjá pabba og co og mun eyða páskahelginni þar. Fékk að snæða á íslensku hangikjöti í gær og lá við að ég hefði þurft að fá smekk lánaðann hjá Körlu systir þegar pabbi var að undirbúa réttinn. Svo mikið var slefið á mér. Mmmmmm...HANGIKJÖT...
Ég er eins og flestir vita að vinna í Hamburg í Þýskalandi. Er ráðinn þar hjá Lufthanza í VIP deildina. M.ö.o er þetta þar sem allra ríkustu viðskiptajöfrar og þjóðhöfðingjar heims senda flugvélarnar sínar í skoðanir og vilja fá nýtt interior.
Ég er ráðinn í að vinna á einkaþotu kóngsins í Saudi Arabíu, já, ég er ekki að ljúga. King Abdullh Aziz heitir hann, ég man það frá því að ég og Sif vorum þarna, ótrúlegt.
Málið er bara að hans einkaþota gerist ekki stærri. Boeing 747-300 takk fyrir(mynd af vélinni að ofan). Ekki nóg með það þá halda þjóðverjarnir að ég sé súper hydró mega gíga specialist sveppur alveg spes fyrir þetta verkefni. Auðvitað er ég spes ;-)
Ég er nefninlega sá eini þarna með réttindi á vélina ásamt einum Luftanza strák sem hefur aldrei unnið á svona vél. Þess vegna er ég super mega gíga tera specialist.
Allaveg er alveg ótrúleg innréttingin að innan en vegna trúnaðar get ég ekki sýnt ykkur myndir þaðan, algjörlega bannað. Það er skurðstofa um borð t.d.
Þá er ég búin að senda inn blogg og svo verðum við að sjá til með framhaldið vegna þess að ég er ekki nettengdur þar sem ég bý og finnst mér líka Þjóðverjar vera mjög aftarlega á merinni þegar kemur að neti og netcafe og hotspots.
Bless að sinni og gleðilega páska.
Hey.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Afhverju þarf kallinn skurðstofu?
ReplyDeleteHann er svo gamall og heilagur. Við skiljum ekki þessa búðinga.
ReplyDeleteÞað flýgur með honum lifandi organ doner ef hann þarf á honum að halda.
úfffff....ekki vildi ég vera í hans sporum. Meika ég flugið eða verð ég skorin upp og hjartað tekið???
Ég skil þetta ekki. Allt í nafni allah.
Skilur þú þetta????
Ahahah! Góður þessi, uhh... já ég ss. vinn við það að vera organ doner. Spennandi vinna það ha! Ef ég væri hann myndi ég fara að leita mér að nýrri vinnu.
ReplyDeleteJá. Kannski er henn fær organisti.
ReplyDeleteAumingja maðurinn, lifandi organ doner það er ógeð!!
ReplyDeleteEn gaman að sjá færslu frá þér :)
Já takk fyrir thad Karen gód.
ReplyDeleteNaersta verdur annadhvort skrifud frá Vínarborg naestu helgi heima hjá Jóni Bjarna vini mínum eda eftir 2 vikur er ég flyt inn í nýtt naedi. If it happens. Verd nebblilega ad notast vid mína eigin tölvu vid skriftir en ekki ekki fjandans netcafe.
Thad er eins og ad nota notadan smokk. Ehhh... hef nú samt ekki prófad thad!!! :-)