Monday, April 30, 2007



Jaeja kaeru lesendur og gaesir.

Núna er gódur tími ad gefa smá "update" á mínum högum.
Ég er enn í Hamburg. Á morgun er 1. maí og thar af leidandi er frí í vinnunni. Vildi frekar vera ad vinna thví fyrir mig ad vera í fríi er eins og fyrir alla sem eru fastrádnir, ad taka sér launalaust frí. En ég fae engu um thad rádid og ég kaus ad vera contractor og verd bara ad bíta í thad...eins og madur hefur ekki gert thad ádur!

Ég spurdist fyrir í vinnunni hvort haldid vaeri upp á 1. maí eins og vid amma Gudrún gerdi í denn. Já hún amma kaera tók sko thátt í göngu og svo var farid á kaffihús,-Mokka kaffi nánar tekid og fengid heitt kakó. Thad er (var) nefninlega aldrei hlýtt á Íslandi 1.maí.
En svo er raunin ekki. Thetta thykir ósköp venjulegur laugardagur í theirra augum, kalla daginn meira ad segja "pabba daginn". Thá fara allir helgar/viku/mánadar/ársfjórdungs/árlegu pabbarnir í baejarferd med börnin og kaupa ís. Veltur allt á ef módirinn er í gódu skapi skilst mér.

Ég er ad flytja í lok vikunar í splunkunýja íbúd. Thad thýdir ad ég verd med frítt internet inni í íbúdinni...LOKSINS!!! Thá aetti ég loks getad skrifad íslenska sérstafi úr minni elskulegu ferdatölvu og á meiri samskipti vid ykkur gegnum skype og ichat. Thýska lyklabordid bídur bara upp á "í ý á ú ö og ß".

Thad á ad vera líkamsraektarsalur nidri í húsinu thannig ad ég kem heim svona:








Ég vil tileinka rauda flagginu á morgun lidi mínu og vona ég ad Liverpool taki Chelsea aerlega í kakóid á morgun og gangi stoltir til úrslitaleiksins í meistaradeildinni.

"You´ll Never Walk Alone"

Monday, April 23, 2007


Hæ hæ! Jæja ætli maður verði ekki að druslast til að setja inn smá fréttir af okkur. Satt best að segja þá hef ég ekki fengið mig til að skrifa neitt undanfarið vegna þess að ég er búin að þjást af alveg ferlegri heimþrá. Já ég get ekki neitað því að mig langar mest til að skjótast upp í vél og fljúga beinustu leið til Íslands, bara svona rétt til að hitta alla og fara svo aftur. Annars er veðrið að verða svo ansi gott hérna að ég veit að það er pottþétt EKKI!! það sem að ég sakna frá Íslandi. Sigurjón er núna búinn að vera í rúma 2 mánuði í burtu og á eftir mánuð í viðbót, svo að það er auðvitað stærsta ástæðan, sem betur fer er þetta nú bara svona núna af því að hann er að vinna upp þann tíma sem hann hann hafði ekki vinnu í jan. og feb. þannig að hann verður ekki svona lengi í burtu næst.
Eins og þið kannski vissuð þá átti Óðinn stóri strákurinn okkar afmæli þann 14. og varð hann 7 ára, við vorum með afmælið heima og buðum við þessum nánustu og Óðinn bauð bestu vinunum úr bekknum. Þetta gekk allt saman vel, ég var sko ekki með sveittan skallan kvöldið áður að baka á hundrað, nei nei ég hafði þetta allt saman ofur einfalt, nóg til þess að allir fengu eitthvað. Ísól hjálpaði líka til þessi elska og kom með stærðarinnar grænmetisbakka og hafði hún algjörlega skorið niður allt grænmetið sjálf takk fyrir, dulle deppa tíhí....
Síðast vika fór mest í að hanga heima, strákarnir fengu smá kvef, Óðinn var aðallega hóstandi í 2 daga svo að ég hélt þeim bara heima, ég vildi ekki fá kvartanir yfir því að sonur minn væri að hósta yfir allt liðið í skólanum. Á fimmtudaginn var reyndar frí í skólanum, enn einn starfsdagurinn, Óðinn fékk til sín félaga úr bekknum svokallað playdate og Daði fékk síðan sjálfur playdate á laugardeginum. Nú er það allt að byrja hjá þeim því þeir eru búnir að kynnast skólafélögunum betur, enda er það bara af hinu góða. Reyndar þýðir það bara meiri akstur fyrir okkur foreldrana en hey! hvað gerir maður ekki fyrir blessuð börnin.
Okkur var síðan boðið í veislu á sunnudaginn síðasta. Tanya heitir hún sem að bauð okkur og á hún ein 4 stykki börn í skóla strákanna. Ég þekki hana samt meira bara í gegnum Svanhildi af því að þær eru vinkonur. Allavega þá kom alveg fullt af fólki og allir með mat með sér svo að það varð úr dýrindis hlaðborð, eftir á spilaði hljómsveit sem að Tanya leigði spes fyrir þetta partý. Ekki amalegt það! Við skemmtum okkur konunglega og Selma tók sér bara lúra í vagninum sínum þegara hún varð þreytt. Öll börnin léku sér útum allt, Tanya er með stærðarinnar garð einhverjir 5 hektarar svo að það var nóg pláss fyrir þau til að fá útrás. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og gott að fá smá tilbreytingu og hitta nýtt fólk og svona. Við vorum ekki komin heim fyrr en um 11 leytið, þannig að allir voru frekar þreyttir daginn eftir til að fara í skólann, en maður fer nú ekki í svona veislur á hverjum degi svo að það var nú í lagi.
Óðinn og Daði fóru með bekkjunum sínum í fjöruferð í gær(mánudag) og fórum við Selma þangað til að hitta þá og eyða með þeim deginum, það var svo gott veður og sólin skein þannig að ég og strákarnir erum öll eldrauð í framan, nema Selma litla hún var sko með sólhattinn sinn á sér. Þegar veðrið verður svona yndislegt þá hlakkar manni ennþá meira til sumarsins, því að ég veit að það verður alveg örugglega betra hérna en á litla fróni, hehe hugga mig við það. Söknum ykkar allra samt sem áður og endilega setjið inn smá kveðju í commentin, bara svona rétt til að ylja mér um hjartarætur. En læt þetta duga í bili.
Túrilú!

Ps.NÝJAR MYNDIR KOMNAR INN!!!

Thursday, April 19, 2007



Saelt veri fólkid, og fyrir íbúa Íslands óska ég theim gledilegs sumars.

Thegar ég fór frá pabba og co í Bornholm, thurfti ég ad bída í Köbenhavn í ca. 4 tíma milli lesta. Thar sem ekki er haegt ad fara í bíó í Thýskalandi (vegna thess ad allt er dubbad) thá sá ég mér gott taekifaeri ad nota tímann í bíóferd. Viti menn! Thar var verid ad sýna myndina 300.
Ég vissi thad ad ég mundi aldrei ná henni í bíó heima og ákvad ad skella mér thví ég mundi eftir thví ad ég lofadi mér ad sjá hana í bíói.
Ég sé ekki eftir theirri ákvördun!

Thessi mynd...thetta listaverk, er eitt thad besta sem ég hef séd á silfurtjaldinu.

Ég var gjörsamlega slegin allan tímann. Ég fann og heyrdi hjartslaátt minn. Allan tímann. Thegar ég gekk út thá thurfti ég ad ganga í 20 mín bara til ad ná áttum og róa mig nidur. Ég, já ég, stóri víkingurinn...táradist í bíói. Man sídast eftir thví er ég fór á ET med mömmu í Laugarásbíói. À sídustu öld. Fyrir langa löngu.

Ef Zack Snyder leikstjóri mun ekki hljóta tilnefningu og jafnvel valin til Óskarsins, thá haetti ég ad trúa á thetta (Óskarinn). Leikarar algjörlega til fyrirmyndar og grafíska vinnslan er ólýsanleg.
Átti ég eftir ad minnast á kvikmyndatökuna....VÀÀÀ!!!!
Klipping, hvadan koma svona listamenn eiginlega???

Ég vil bara benda fólki (myndin er ekki fyrir vidkvaemar taugar) á ad ekki missa af thessu listaverki. Og ef enn er verid ad sýna hana í bíói á thínum stad?

Fardu og sjádu hana!

Ef ekki.
Keyptu thér risaplasma og leigdu hana.

Saturday, April 14, 2007

7 ÁRA Í DAG ER HANN ÓDINN ÖRN OKKAR.
Hann er núna ad undirbúa afmaelisveislu sína med módur sinni og Dadi hjálpar honum örugglega medan Selma horfir á undrunar augum.
Nú vil ég óska drengnum mínum innilega til hamingju med afmaelid og hvad ég er stoltur af honum. Theim bádum peyjunum gengur eins og í sögu í skólanum og tala núna ensku eins og infaeddir, líka íslensku, og smá í frönsku.
Thad skrítna er ad ég man alltaf eftir ilminum í loftinu í Reykjavík thegar ég gekk út úr spítalanum eldsnemma um morgunin (nóttina) thann 14 apríl 2000.

Vorid var komid.

Sunday, April 8, 2007


Sællt veri fólkið.

Ég er núna staddur á Bornholm í Danmörku hjá pabba og co og mun eyða páskahelginni þar. Fékk að snæða á íslensku hangikjöti í gær og lá við að ég hefði þurft að fá smekk lánaðann hjá Körlu systir þegar pabbi var að undirbúa réttinn. Svo mikið var slefið á mér. Mmmmmm...HANGIKJÖT...
Ég er eins og flestir vita að vinna í Hamburg í Þýskalandi. Er ráðinn þar hjá Lufthanza í VIP deildina. M.ö.o er þetta þar sem allra ríkustu viðskiptajöfrar og þjóðhöfðingjar heims senda flugvélarnar sínar í skoðanir og vilja fá nýtt interior.
Ég er ráðinn í að vinna á einkaþotu kóngsins í Saudi Arabíu, já, ég er ekki að ljúga. King Abdullh Aziz heitir hann, ég man það frá því að ég og Sif vorum þarna, ótrúlegt.
Málið er bara að hans einkaþota gerist ekki stærri. Boeing 747-300 takk fyrir(mynd af vélinni að ofan). Ekki nóg með það þá halda þjóðverjarnir að ég sé súper hydró mega gíga specialist sveppur alveg spes fyrir þetta verkefni. Auðvitað er ég spes ;-)
Ég er nefninlega sá eini þarna með réttindi á vélina ásamt einum Luftanza strák sem hefur aldrei unnið á svona vél. Þess vegna er ég super mega gíga tera specialist.
Allaveg er alveg ótrúleg innréttingin að innan en vegna trúnaðar get ég ekki sýnt ykkur myndir þaðan, algjörlega bannað. Það er skurðstofa um borð t.d.
Þá er ég búin að senda inn blogg og svo verðum við að sjá til með framhaldið vegna þess að ég er ekki nettengdur þar sem ég bý og finnst mér líka Þjóðverjar vera mjög aftarlega á merinni þegar kemur að neti og netcafe og hotspots.
Bless að sinni og gleðilega páska.
Hey.

Saturday, April 7, 2007

Hæ aftur og Gleðilega páska. Vonandi hafiði það gott yfir hátíðina og borðið fullt af góðum mat og páskaeggjum nammi namm...
Við erum enn að bíða eftir pakkasendingunni frá mömmu og Óla, í henni liggja páskaegg sem áttu að vera étin á morgun en púhú hann er ekki kominn. Þetta verða greinilega svona eftirpáskaegg, jæja þau verða svosem ekkert verrri á bragðið fyrir vikið. Klukkan er 11 um morgunin og ég var bara að vakna fyrir hálftíma síðan, Selma vaknaði klukkan 7 í morgun að vanda en svo sofnaði þessi elska aftur um 8 þannig að við erum búnar að liggja eins og skötur í bólinu, alveg yndislegt enda voru strákarnir í nótt hjá Ísól og Snorra þannig að það var rólegt hjá okkur. Annars þurfum við að fara að drífa okkur út því að við eigum deit klukkan 12 við Sigurjón á skypeinu, hann er í Danmörku hjá pabba sínum yfir páskana og við ætlum að nota vefkameruna hjá Ísól og Snorra svo að allir hjá pabba hans geti séð okkur.
Rétt áður en ég hætti þá vil ég senda afmæliskveðju til Árna systursonar míns, til hamingju með daginn Árni minn þann 5. Og til hamingju með daginn í dag Ragnheiður litla systir, vúhú orðin 18 bara og svo á hann Ragnar Pétur bróðursonur minn líka afmæli í dag, til hamingju með það Ragnar minn. Svo ef ske kynni að Þórunn vinkona mín skyldi gerast svo tæknivæn að kíkja á bloggið, þá ætla ég að óska þér til hamingju með daginn þann 9. Þórunn mín.
Ástar og saknaðar kveðjur til allra, knúsi knús!
Kv.Sif and the gang.

Sunday, April 1, 2007


Blessuð!
Vildi bara láta vita að ég er búin að setja inn fullt af nýjum myndum, þið klikkið bara á linkinn myndir/okkar.
Svo langar mig að óska Ingu Rún frænku til hamingju með hana Viktoríu dóttur hennar sem er væntanlega 15 í dag og Hrund og Skarpa til hamingju með einkasoninn hann Guðmund sem að er 7 ára í dag. Óðinn og Daði biðja kærlega að heilsa og eru frekar súrir yfir því að komast ekki í afmælið hans þetta árið. Eins og ég var búin að segja áður, þá eru þvílíkt margir sem að eiga afmæli í apríl og verð ég bara í því að senda kveðjur þennan mánuðinn. Bara gaman að því. Annars svosem ekkert annað merkilegt svo að ég kveð ykkur í bili.
Arrivaderchi!