Wednesday, July 25, 2007

Sælt veri fólkið
Ég hef ekki skrifað neinar fréttir af okkur hérna sökum andleysis, hef ekki fundið í mér löngun til þess að vera að babla eitthvað, sérstaklega eftir þær ömurlegu fréttir að Hildur Sif vinkona mín hefði látist viku eftir afmælið sitt. Hún var með lungnabólgu og líkami hennar hefur ekki haft nógu mikla mótstöðu eftir næstum 4 ára baráttu við krabbann. Ég sé mikið eftir þessar yndislegu stelpu. Blessuð sé minning hennar.

En annars er allt rólegt hérna hjá okkur, ég er búin að setja inn nýjar myndir og þær segja allt sem segja þarf. Við erum á leiðinni í útilegu númer 2, aðeins upp eyjuna hérna og ætlum að dvelja í allavega 2 nætur kannski 3. Ég verð að gera þetta fyrir strákana, þeir elska að fara í útilegur og við verðum nú að gera eitthvað skemmtilegt í sumar. Sigurjón eins og þið vitið er í Hamborg og kemur ekki heim fyrr en miðjan ágúst og þá er nú ekki mikið eftir af sumrinu, en við erum búin að bóka okkur 2 nætur í Vancouver um mánaðarmótin ág/sept. og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt þar og halda upp á 5 ára afmælið hans Daða sem er 2.sept.

Skrifa svo meira af okkur þegar við komum tilbaka.
Chiao!

4 comments:

  1. Elskan mín ég samhryggist þér innilega vegna fráfalls vinkonu þinnar, skelfilegt þegar að fólk fellur svona frá í blóma lífsins.
    En ég vona að þú og börnin þín skemmtið ykkur í útilegu og ég bakka ekki með það að þú ert OFURMAMMAN!!!
    Knús á línuna!!

    ReplyDelete
  2. Já satt er það Karen.
    Hún er sko Transformers ofurmamma.
    Takk fyrir knúsið. :-)

    ReplyDelete
  3. o, þetta hefur eflaust verið topp-útileiga! og til hamingju, sif , með afmæip um daginn :)

    kv. Hugrún

    ReplyDelete
  4. HEI !!! ERTU enn í útilegu??? Annars er runnin upp ein mesta útilegutíð ársins hér sumsé versl,mannahelgin með sinni rigningu og skít eins og virðist orðið tilheyra hehe.Og auðvitað allir aðrir en verslfólk í fríi.Hlökkum til að heyra frá þér.Stórt KNÚS á línuna. Sæa

    ReplyDelete