Friday, July 6, 2007

Hún á afmæli í dag!

Ég vil byrja á að óska elskulegu eiginkonu minni henni Sif, til hamingju með afmælið í dag.
Aldrei þessu nær (eða fjær) er ég ekki til staðar en ég veit að hún mun eiga frábæran dag með börnum vinum og vandamönnum.

So!
Af mér er það allt gott að frétta og eru nú bara 6 vikur í heimför. Svakalega líður þetta hratt. 3 vikur búnar bara sí svona. Skil varla hvað konur meina að 9 mánuðir eru eins og áratugur...úps, hef komið örugglega af stað smá nasaþófi.
Lufthanza er það sama. Hér byrja menn ungir og deyja gamlir. Hugsa sér. Menn koma inn í þetta kompaní varla með hár á pungnum og það er farið að hugsa um pension-inn.
Við skulum sjá:
Já þú varst að byrja í dag. Þú ferð á pension eftir 50 ár.
- Nei er það??? VÁÁÁÁÁÁÁÁ...ÆÐI.

Þýskarar eru öðruvísi og það er bara gott. Annars væri heimurinn dull.
Enda bara á slettunni frá
John McClane fyrir þá sem vita. Í þýskri útgáfu. Enda mun kurteisari.

Jibbijajei Schweine backe.









6 comments:

  1. Takk fyrir þetta ástin mín, vildi óska þess að þú værir hérna með okkur í dag.
    Mér finnst nú þjóðverjarnir svo fyndnir þegar kemur að þessum þýðingum þeirra, jibbijajei hvað?? akkuru gátu þeir ekki bara notað jibbykajei? Gotta love them!
    Blessó klessó!

    ReplyDelete
  2. Elsku Sif mín,

    Innilega til hamingju með daginn, það er svo gott að hugsa til þín og ástarþakkir fyrir allt í sumar.
    kveðja, Rannveig

    ReplyDelete
  3. Til hamingju með afmælið elsku Sif!!!
    Vona að þú hafir átt skemmtilegan afmælisdag.
    Gott að tíminn líður hratt hjá þér Sigurjón, því að þá styttist í að þú knúsir elskurnar þínar!!
    Knús!!!!!!

    ReplyDelete
  4. Elsku Sif mín!!! Til hamingju með afmælið um daginn.
    Ég vil einnig votta þér samúð mína vegna fráfalls elskulegrar vinkonu þinnar. Hún Hildur Sif barðist en fjandinn eins og þú orðaðir það og passar bara mjög vel varð sterkari því miður. Æji hvað það hefði verið gaman að kíkja með henni á kaffihús eins og hún óskaði í blogginu....en við hittumst bara seinna 3 á kaffihúsinu uppi. Knús knús, þín vinkona Olga

    ReplyDelete
  5. Hæ Sif. Veit ekki hvernig ég get náð í þig á annan hátt en gott væri ef þú gætir hringt til mín í síma 695 8806 ísl. farsímanúmer. Þetta er Eyrún vinkona Hildar Sifjar. Mjög mikilvægt að þú hringir sem allra fyrst.
    Kveðja.

    ReplyDelete
  6. Blessuð sæta!!
    nr. mitt er 0046-44-250-1891
    Knús Olgan

    ReplyDelete