Wednesday, July 25, 2007

Sælt veri fólkið
Ég hef ekki skrifað neinar fréttir af okkur hérna sökum andleysis, hef ekki fundið í mér löngun til þess að vera að babla eitthvað, sérstaklega eftir þær ömurlegu fréttir að Hildur Sif vinkona mín hefði látist viku eftir afmælið sitt. Hún var með lungnabólgu og líkami hennar hefur ekki haft nógu mikla mótstöðu eftir næstum 4 ára baráttu við krabbann. Ég sé mikið eftir þessar yndislegu stelpu. Blessuð sé minning hennar.

En annars er allt rólegt hérna hjá okkur, ég er búin að setja inn nýjar myndir og þær segja allt sem segja þarf. Við erum á leiðinni í útilegu númer 2, aðeins upp eyjuna hérna og ætlum að dvelja í allavega 2 nætur kannski 3. Ég verð að gera þetta fyrir strákana, þeir elska að fara í útilegur og við verðum nú að gera eitthvað skemmtilegt í sumar. Sigurjón eins og þið vitið er í Hamborg og kemur ekki heim fyrr en miðjan ágúst og þá er nú ekki mikið eftir af sumrinu, en við erum búin að bóka okkur 2 nætur í Vancouver um mánaðarmótin ág/sept. og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt þar og halda upp á 5 ára afmælið hans Daða sem er 2.sept.

Skrifa svo meira af okkur þegar við komum tilbaka.
Chiao!

Friday, July 6, 2007

Hún á afmæli í dag!

Ég vil byrja á að óska elskulegu eiginkonu minni henni Sif, til hamingju með afmælið í dag.
Aldrei þessu nær (eða fjær) er ég ekki til staðar en ég veit að hún mun eiga frábæran dag með börnum vinum og vandamönnum.

So!
Af mér er það allt gott að frétta og eru nú bara 6 vikur í heimför. Svakalega líður þetta hratt. 3 vikur búnar bara sí svona. Skil varla hvað konur meina að 9 mánuðir eru eins og áratugur...úps, hef komið örugglega af stað smá nasaþófi.
Lufthanza er það sama. Hér byrja menn ungir og deyja gamlir. Hugsa sér. Menn koma inn í þetta kompaní varla með hár á pungnum og það er farið að hugsa um pension-inn.
Við skulum sjá:
Já þú varst að byrja í dag. Þú ferð á pension eftir 50 ár.
- Nei er það??? VÁÁÁÁÁÁÁÁ...ÆÐI.

Þýskarar eru öðruvísi og það er bara gott. Annars væri heimurinn dull.
Enda bara á slettunni frá
John McClane fyrir þá sem vita. Í þýskri útgáfu. Enda mun kurteisari.

Jibbijajei Schweine backe.









Sunday, July 1, 2007

Til hamingju með afmælið í dag Hildur Sif, njóttu þess að láta dekra við þig í dag, þú átt það svo sannarlega skilið. Hildur Sif vinkona mín berst hetjulega við bölvaðann krabbann og hugsa ég ávallt til hennar með von í hjarta mínu að henni takist að sigra þennan fjanda. Á þeim stundum sem að ég er alveg ofboðslega þreytt, sofið ílla, á voða bágt að vera grasekkja öllum stundum að sjá um 3 börn, þá hugsa ég til Hildar og guð hvað ég á svo innilega ekkert með að vera að væla þetta.
Hildur mín þú ert algjör hetja og hvað þú ert búin að vera sterk í þessari baráttu þinni, það er algjörlega aðdáunarvert, haltu því áfram og sigurinn mun verða þinn.
Knús og kossar frá okkur í Kanödunni.

Ps. Ef einhvern langar að styrkja Hildi Sif og fjölskyldu hennar þá er reikningsnúmerið
0116-15-371566, kt:020773-5029.

Ég skrifa svo fljótlega fréttir af okkur héðan, saknaðarkveðjur!