Friday, March 30, 2007
Sæl og blessuð!
Til hamingju með daginn Jói minn
Já hann bróðir minn á afmæli í dag og vonandi gerir þú þér glaðann dag Jói minn og færð fullt af flottum pökkum, þar á meðal kannski flugmiða til Kanada:-) Hehehe! Þú ert langflottastur og ég er voðalega stolt af því að vera systir þín. Í tilefni af því setti ég inn þessa líku fínu mynd af þér.
Við hérna megin erum annars bara hress, síðasti dagurinn í spring break hjá strákunum og fengu þér að sleppa sb camp í dag og vera bara heima og chilla. Þeir sváfu líka út í morgun, voru ansi þreyttir því þeir fóru frekar seint að sofa. Ég, Jane og Svanhildur vorum að horfa á The Secret í gærkvöldi til að fá að vita sannleikann hvernig maður getur lifað lífinu hamingjusamur og heilbrigður og aumingja börnin fengu að kenna á því ;-) Vá hvað þetta var allt einfalt maður og hvet ég alla til að horfa á þessa mynd eða þátt eða hvað á að kalla þetta. Allavega þá hafa held ég allir gott af því. Set linkinn hérna http://www.thesecret.tv/home.html
Ég fer bráðum að setja inn nýjar myndir á flickr og læt ég vita þegar ég verð búin að því, það þýðir ekkert fyrir ykkur að vera að bíða eftir myndum á barnalandinu því að við ætlum ekki að halda þeirri síðu uppi, sorry ég bara nenni ekki að vera með þetta út um allt.
Eigiði góða helgi öll sömul og verið góð við hvort annað. Brosið framan í heiminn og þá mun hann brosa við ykkur. Ein voða háfleyg svona á föstudegi, ég er bara eitthvað svo kát og mun deila því með ykkur afhverju, þegar fram líða stundir. Bara spennandi og nei ég er ekki ólétt aftur, hehe alveg er ég viss um að einhver hugsaði það.
BLESSÓ KLESSÓ!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Thad er vergna thess ad thú getur nún a talid nidur 8 vikur thangad til ad ég kem heim he he ;)
ReplyDeleteTil Hamingju med daginn Jói!
Fjandans thýska lyklabord. Stafirnir eru ekki á réttum stad og thá fer allt í klessu.
ReplyDeleteThú gleymdir "Peace on Earth".
ReplyDeleteKaddlinn.