Sunday, March 25, 2007


Hæ langaði bara að deila þessu með ykkur. Ég vildi óska að það væru fleiri svona tré sem að blómstra heima á Íslandi, við þyrftum á fleiri litum að halda svona í byrjun sumars. Hrikalega fallegt ekki satt? Þarna sést svo líka í ungana mína 3, við vorum að koma heim úr afmæli hjá henni Jane bresku vinkonu minni, öllum að óvöru og auðvitað mikillar gleði þá skein sólin í dag, þannig að ég varð að smella af einni. Það eru víst 138 sólarklukkustundir að meðaltali í mars mánuði hérna, en þetta árið höfum við eingöngu fengið 40. Og þá segir íslendingurinn í útlöndum
’’er þetta ekki alveg týpískt.’’

4 comments:

  1. Ohhhhhh fallegt fallegt fallegt!!
    Væri alveg til í svona tré út í garði :)

    ReplyDelete
  2. Hæhæ og til hamingju með en eina síðuna :), held að þú sért komin á góðan stað núna.

    Kveðja Lauga og co.

    ReplyDelete
  3. Hæ elsku dúllan mín. Takk fyrir símtalið í gær. Það var svo gott að tala við þig. Oh, ég vildi að þú værir hér. Guðrún Olga er á landinu og Tóta kemur í dag. Það hefði verið svo gaman að halda stelpu-partý. Annars hefði ég svosem ekkert komist í það sökum aðstæðna. En alltaf gaman að láta sig dreyma. Það hefði getað verið ég, þú, Tóta, Guðrún Olga, Vala, Ísól, Sonja ofl. vonandi er ég ekki að gleyma neinum. Ég er samt eitthvað hrædd um það. Anyway, þú sem ég mundi ekki eftir að nefna viltu fyrirgefa mér, ég er svo rugluð af lyfjameðferðinni og öllu saman. Annars elsku Siffó mín, þegar þú kemur heim, verðum við vinkonur þínar að sameinast og halda handa þér gott stelpupartý. Luv, Hildur Sif

    ReplyDelete
  4. Sæl Sif,

    Og til hamingju með prinsessuna. Ég er svo örg út í sjálfa mig að hafa ekki reynt að finna þig fyrr. Datt í hug í gær að það væri best að googla strákana og sjá hvað ég fyndi. Sigfús var nefnilega svo mikið að velta fyrir sér í gær hvort að Daði kæmi ekki bara heim í sömu flugvél og afi og amma sem eru að koma heim frá kanarí en ég varð að hryggja hann með því að það væri ekki sama útlandið og hann Daði er í. Hann saknar Daða mikið og við ræðum oft um hann. Og nú get ég sýnt honum heimasíðuna ykkur og myndir af Daða, Óðni og litlu systur.
    Væri gaman að heyra frá þér ef þú hefur tíma. Knús frá Sigfúsi til Daða. Vona að þið hafið það sem best (sýnist það á blogginu sem ég náði að kíkja á).

    kveðja,
    Sigrún (mamma Sigfúsar Jóhanns á Lindarborg)
    siggajoa@simnet.is

    ReplyDelete