Sunday, August 9, 2009


Heilir og sælir sveinar og meyjar móður jörð.

Þá er komið að fréttaauka.

Eftir skólalok barna og útskrift Sifjar, byrjaði sumarfrí. Sem stendur enn yfir. Þetta sumar er skráð í metbækur hjá environment Canada sem er ríkisstofnun eins og Veðurstofa Ísland.
Hitamet og sólskinsstundir hafa aldrei verið eins á háu plani og einmitt þetta sumar. Þveröfugt við síðasta sumar.
Þannig að það hefur stundum verið ólíft á efri hæð okkar hús þar sem við sofum öll. Jú, hiti leitar upp á við og sólbakað þak bætir ekki neitt. Eitt skiptið þurftum við að færa Selmu niður í stofu í minna hitastig svo að blessunin gæti nú einhvern tímann sofnað. Við erum ekki með kælikerfi (og munum aldrei fá okkur svoleiðis tæki) en viftu eina sem hefur verið í mikilli yfirvinnu.
Þetta hefur valdið miklum vandræðum á meginlandinu jafnt sem á eyju hér. Skógareldar hafa geisað og nú er svo komið að vatnsból eru með lægra lagi. Þá er bara að vona að haustrigningin jafni það út.

Við höfum farið í útilegu ti Cowichan Lake og legið í bakstri í nálægum vötnum. Allt ofsalega gaman. Notið góðrar stundar með Snorra Ísól og börnum og við munum halda því áfram. Skroppið í gistingu hjá vinafólki á Salt spring Island sem er paradís.
Næst er að koma grísum á fót og fara í góða göngu.

Við erum komin með nýja íslenska nágranna sem fluttu í íbúð Röggu og Hreiðars sem við söknum sárt. Þau fluttu aftur til Íslands eftir námslok. Selma er enn að tala um Egil og Brynjar (synir Röggu og Hreiðars) þegar við minnum hana á nýja fólkið. Þau heita Gunnar og Hólmfríður og eiga Márus sem er 9 ára.

Það sem er næst á döfunni hjá okkur er að reyna að komast í eina útilegu enn og grafa upp veiðgræjur og skjótast með piltana í veiði. Hitta fleira fólk og hafa gaman af sumrinu.
Ég sjálfur þarf að fara að koma mér í vinnu þar sem ég er búin að plana 7 vikna dvöl í Kuala Lumpur í Malasíu frá og með Október. Já sólarströnd og alles og fullt af nætuklúbbum...... neeeeeei!
Ég fer þarna og sest á skólabekk 7 tíma á dag í heilaþvott á Boeing 777. Ný vél í skírteinið semsagt.

Set inn video hérna, en minni fjölskyldu á sumarmöppuna í picasa sem er reglulega uppfærð.

Bestu kveðjur frá okkur öllum úr Victoria BC.

1 comment:

  1. Hæ hæ!! Gaman að fá smá fréttir af ykkur. Það er búið að vera skrítið að sjá nýju Íslendingana koma sér fyrir í okkar gamla lífi.
    Saknaðarkveðjur Ragga.
    Og sérstakt knús til Selmu!!

    ReplyDelete