Tuesday, April 14, 2009
Óðinn Örn er 9 ára í dag.
Litli stóri drengurinn vex og vex og er að sjálfsögðu stærstur í sínum bekk.
Hann veit að hann er á leið í tónlistarnám hvað sem tautar og raular. Við erum búin að segja við hann að hann gæti hætt, en ekki fyrr en hann er orðin 18 ára. Því þá mun hann ráða þessu sjálfur.
Hann þakkar öllum fyrir gjafirnar og vill láta vita að hann átti mjög skemtilegan dag í þessu líka yndislega veðri. Já! Sumarið er handan við hornið.
Allir sprækir og við hestaheilsu héðan að vestan.
Selma fyrir framan Kirsuberjatrén sem eru í fullum blóma.
Daði er "Dude".
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment