Thursday, April 16, 2009

Framlag Daða í kvikmyndaheiminn.

Við settum inn spurningu fyrir alla sem er að finna neðst á síðunni. Við munum koma til með að hafa nýjar í hverjum mánuði. Bros :-)

Tuesday, April 14, 2009



Óðinn Örn er 9 ára í dag.
Litli stóri drengurinn vex og vex og er að sjálfsögðu stærstur í sínum bekk.
Hann veit að hann er á leið í tónlistarnám hvað sem tautar og raular. Við erum búin að segja við hann að hann gæti hætt, en ekki fyrr en hann er orðin 18 ára. Því þá mun hann ráða þessu sjálfur.
Hann þakkar öllum fyrir gjafirnar og vill láta vita að hann átti mjög skemtilegan dag í þessu líka yndislega veðri. Já! Sumarið er handan við hornið.
Allir sprækir og við hestaheilsu héðan að vestan.

Selma fyrir framan Kirsuberjatrén sem eru í fullum blóma.

Daði er "Dude".

Thursday, April 9, 2009



Halló heimur.

Eins og sést þá er breyting á þessari síðu. Þarna náum við að koma gagnvirkum upplýsingum fyrir alla. Og það á eflaust eftir að aukast. Hér erum við búin að setja til hiðar einnig "RSS" hnapp (sem er "subscribe to" hérna hægra megin á græna svæðinu) sem er hægt að notast til að fá færslu-update ef ég sletti smá. Svona eins og við gerum við fjölskyldu myndamöppurnar. Það eru komnar nýjar myndir inn í vormöppuna.

Breytingar á comment eru þannig að fólk verður að skrifa niður hver þar fer þar á ferð. Annars heldur Daði að tannálfurinn sé að stríða honum. Ef engin er með neitt þar sem comment býður upp á þá er hægt að velja "openID". Það gefur ykkur eigið ID sem hægt er að nota alls staðar á flest öllum vefsíðum.

Við reynum að setja inn skemmtilega hlekki hérna hægra megin líka. Núna er t.d vefmyndavél stýrt á eitt hreiður Skalla Arnar. Mér sýnist að hann sé komin með 2 unga.

Annars er allt gott að frétta. Allir heilsuhraustir og veðrið að skána. Ég gef trjánum hér fyrir utan 2-3 dag í viðbót og þá eru þau komin í fullan skrúða.
Þá verður allt hvítt og bleykt. Alveg dýrlegt allt saman.
Daði er orðinn hálf tannlaus og hefur haft mikil viðskipti við tannálfinn, já og jafnvel bréfaskriftir. Hann bað mig að skrifa til hans og spyrja álfinn hvort hann væri til í alvörunni. Sem og ég gerði. Hann fékk þetta svakalega fína bréf frá honum til skýringar og var voðalega ánægður. Hann var nefninlega farin að saka mig, pabba sinn, að ég væri álfurinn, og var blessunarlega feginn að fá staðfestingu á þessu öllu saman. Ég veit að ég get verið álfur stundum. En enginn tannálfur er ég.

Við skruppum í Fiðrilda garðinn sem er sko fyrir alla að kíkja á.

Sif er byrjuð að nýju í skólanum og mun þetta vera síðasta önn. Útskrift er í lok júní.

Meiri fréttir fljótlega.