Haust er tími liðinna stunda með sterkum litum og svölum andvara.
Veður hefur leikið við okkur Victoríu búa síðastliðnu vikur. Vetur á að skella á þann 22 des. samkvæmt Kanadísku dagatali.
Hér í húsi eru allir stálhressir- jafnvel þó að við drekkum ekki neitt Lýsi eða borðum ýsu og kartöflur.
Selma litla er að færast öll í fang með orðaforða og á til að blanda stundum saman íslensku og ensku. Hún er nú fljót að ná tak á enskunni í gegnum dagmömmuna. Við erum svo Yang-ið á móti með íslenskuna.
Drengirnir eru eins og ef ég man rétt, eins og drengir eru. Fullir af orku sem þarf að beisla. Núna í nóv. fara þeir á annað sundnámskeið og Daði mun einnig skella sér á nýju skautana sína og halda áfram í skautakennslu. Hann ætlar að verða alveg rosalega góður ice hockey spilari.
Óðinn karlinn reyndi fyrir sér á skautunum en hann er ekki alveg að finna sig þar. Við finnum eitthvað fyrir hann blessaðan í haust.
Við vorum í göngutúr við Beaver Lake Park sem er ein af paradísunum hér í nágrenninu og áttum þar fína stund eins og meðfylgjandi myndir sína.
Þetta verður ekki meira að sinni og við kveðjum þangað til næst.
Sunday, October 26, 2008
Wednesday, October 15, 2008
Jæja ætli maður verði ekki aðeins að skella niður nokkrum orðum, við erum orðin alveg agalega léleg í að láta vita af okkur, það er nú svosem heldur ekkert merkilegt sem að gerist hjá manni svona dags daglega. Það eru annars bara allir hressir hér á bæ, engin lasinn 7,9,13 og vonandi helst það bara, ekki það að maður hafi alveg sloppið sko, Sigurjón byrjaði með kvef og smitaði mig svo nema að ég fékk meiri flensu heldur en kvef og var frekar þrotlaus í viku og það tók mig tíma að komast í gang í skólanum aftur eftir það. Börnin hafa sloppið hingað til, sem er gott því að ég má eiginlega ekki við því að missa úr skólanum og Sigurjón ekki vinnunni, því að hann fær enga veikindadaga borgaða.
Við vorum 13 manns í mat hjá okkur á mánudagskvöldið, það var Þakkargjörðarhátið svo að við elduðum þennan líka girnilega Kalkún(sem að heppnaðist hrikalega vel) og meðlæti, Snorri og Ísól og börn komu og sá Snorri um sósuna sem að var sko engu síðri og svo komu líka Hreiðar,Ragnhildur og þeirra strákar, Brynjar og Egill. Þau eru búin að vera hérna síðan í ágúst og búa í sama hverfi og við. Við áttum alveg yndælt kvöld og sátum auðvitað á blístri fram eftir öllu, ég var ennþá pakksödd þegar ég fór að sofa. Við erum svo ennþá að gæða okkur á afgangi því að Kalkúnninn var tæp 9 kíló held ég og það var þvílíkt mikið af kjöti á honum ennþá, við klikkuðum á því að láta gestina taka eitthvað af honum með sér heim.
Það gengur bara vel í skólanum hjá mér, nóg vinna en samt svona jöfn ennþá, ekkert mega stress enn sem komið er. Ég þarf bara að vera dugleg að halda mér við efnið og dragast ekki aftur úr og svona, því það er ekki svo auðvelt að hafa frið til að læra heima nema auðvitað þegar börnin eru farin í háttinn, þá er ég bara yfirleitt orðin sjálf svo þreytt, hehe gamla konan. Ég er svo aldrei í skólanum á mánudögum svo að ég reyni að vera dugleg þá dagana, er samt strax farin að hlakka til jólafríissins verð komin í það um miðjan des. það verður ljúft.
Nú eru strákarnir farnir að telja niður dagana til Hrekkjavöku nætur, sem er þann 31.okt. þeir eru svo spenntir. Daði var ákveðinn að hann vildi vera Indiana Jones og vorum við svo heppinn að finna alla munderinguna á hann, Hattur, svipa,taska, jakki og buxur, hann verður ekkert smá flottur. Óðinn er alltaf jafn frumlegur, hann ætlar að vera vofa þannig ég ætti ekki að vera í vandræðum með að finna hvítt lak í Wal-Mart og klippa svo göt fyrir augun, hehe já ég er ekki ein af þessum mæðrum sem að saumar alla búninga frá grunni, nokkrum mánuðum fyrr, Ónei!
Ég keypti svo búninginn hennar Selmu alveg í byrjun sept. ég, Ísól og Ísabella vorum í smá búðar flandri og ég rakst eiginlega í orðsins fyllstu á hengi sem að á hengu Halloween búningar, sá ég þar þennan líka krúttlega býflugu búning og keypti. Hrekkjavakan lendir akkurat á föstudagskvöldi núna svo það verður örugglega fjör í Victoriubæ. Ætli við reynum ekki að fá eitthvað lið til okkar, hafa svona hópferð í Trick og Treat!
Jæja mér tókst þá samt að skrifa eitthvað, ótrúlegt! Hehe!
Þangað til næst, Ástar og saknaðarkveðjur!
Subscribe to:
Posts (Atom)