Thursday, August 16, 2007


Hef engan tíma í að vera að blogga. Ég er á leiðinni heim.

Monday, August 6, 2007


Well!! Þá er komið að smá fréttatilkynningu frá okkur Vesturförunum. Við ss. fórum í útilegu, þetta var útilega númer 2 og fórum við á skemmtilegan stað sem heitir Little Qualicum Falls, það tók okkur sirka 2 og hálfan tíma að keyra þetta, alveg mátulega langt svona með Selmu skott og ponnana. Hérna eru tjaldstæðin afmörkuð svæði inn á milli trjánna og þú ert bókstaflega á mölinni, mjög ólíkt Íslandi þar sem að allir tjalda á fínum grasbletti, enda nauðsynlegt finnst mér að vera með góðar dýnur. En það sem að gerir þetta svo sérstakt er að maður er miklu meira útaf fyrir sig, það eru eldstæði á hverju svæði og piknikk borð. Svo er algjört lögn, þú þarft varla að festa niður tjaldhælana, það hreyfist ekki tjaldið. Hehe ég man nú þegar ég og María frænka tjölduðum á Laugarvatni og það var svo mikið rok að við tókumst næstum því á loft, það var komið fullt að fólki að til að hjálpa okkur að festa fjandans tjaldið. Allavega þá voru strákarnir að fíla þetta í botn, voru með hjólin sín með sér og gátu farið um allt svæðið, í fyrri útilegunni var stórt vatn á svæðinu þannig að við bökuðum okkur þar og syntum, alveg geggjað. Í seinni ferðinni þurftum við að keyra smá spöl til að komast á ströndina en alveg þess virði þar sem að þær eru svo fallegar á þessu svæði. Ein þeirra var svakalega stór þegar það var fjara, við gengum í allavega 10 mínútur til að komast að sjónum, en samt var ennþá svo grunnt að strákarnir gátu gengið langt útí vatnið en það náði þeim ennþá bara upp að mitti og af því að það var svona grunnt þá var vatnið svo hlýtt líka, við vorum alveg að fíla okkur eins í Karabíska hafinu.

Fínt að fá aðeins að skoða fleira á eyjunni hérna, maður á auðvitað eftir að sjá svo margt og taka jafnvel hringinn. Vonandi verður Sigurjón meira heima næsta sumar svo að við getum farið öll fjölskyldan saman. Ég sagði ferðafélögum mínum að ég myndi ekki koma með þeim í fleiri útilegur það sem að eftir væri af sumrinu nema að Sigurjón væri með mér, ekki bara af því að það væri meira gaman heldur líka af því að ég væri alveg búin á því að vera að standa í þessu svona ein með krakkana. Ég meina það fór nú ekki mikið fyrir strákunum, nóg fyrir þá að gera en Selma aftur á móti var kannski ekki að fíla það að þurfa að sitja mikið í kerrunni eða þá þegar hún átti að fara að sofa í tjaldinu, þá var henni ekkert að lýtast á blikuna og það tók mig soldinn tíma að koma henni niður. Hún sofnaði samt í kerrunni á kvöldin, en því miður þá vaknaði mín sko þegar ég var að færa hana inn. Ég tók reyndar með mér litla uppblásna sundlaug í seinna skiptið og notaði hana sem leikgrind fyrir hana, hún var mjög ánægð með það. Það þýddi náttúrulega ekkert að setja hana niður á jörðina því að hún hefði stungið öllu sem hún hefði fundið upp í sig.

Það góða við það að fara í svona útilegur var að tíminn var svo fljótur að líða, nú styttist óðum í að Sigurjón komi heim aftur, þann 17.ágúst. Við náum þá að eiga góðar 3 vikur áður en hann fer aftur og ég byrja í skólanum. Ég á að byrja þann 10.sept. og er farin að hlakka mikið til að byrja, hrikalega spennó. Við erum komin með bestu Au-pair í heimi, Eva systir mín ætlar að taka sér frí frá fjölskyldunni sinni og koma út til að sjá um mín heheh, nei nei hún verður með Selmu skott á meðan ég er í skólanum og er ég svo fegin að þurfa ekki einhverja ókunnuga manneskju, svo eftir áramótin koma mamma og Óli svo að fyrsta árið mitt í skólanum verður auðvelt með alla þessa hjálp. Selma verður líka að verða 2 ára þegar ég byrja mitt annað ár, þannig að þá verður fínt fyrir hana að fara á leikskóla.

Talandi um Selmu þá dafnar hún vel, rétt undir 10 kílóum og rúmlega 70 sentimetrar. Hún er farin að skríða um allt og stendur upp í tíma og ótíma, og verður ekki langt í það að hún gangi meðram um allt hús. Ég leit af henni í nokkrar sekúndur í gær og var hún þá komin upp í aðra tröppu í stiganum, pjúh...það er ekki seinna vænna en að drífa sig í að kaupa hliðin. Það verður Sigurjóns fyrsta verk þegar að hann kemur heim, að hjálpa mér að að öryggisvæða allt heimilið takk fyrir. Svo var fyrsta ferðin með Selmu (og vonandi síðasta),farin upp á slysó í gær. Já einhvern veginn tókst litla dýrinu að troða upp í sig litlum stein, sem ég gat með engu mótin fengið hana til að spýta aftur útúr sér. Ísól, Snorri og krakkarnir voru í heimsókn sem betur fer og við Ísól og Snorri sátum úti að spjalla og ég hélt á henni Selmu, en rétt áður hafði hún verið að leika sér í grasinu og þá líklegast náð að grípa sér í steininn eða eitthvað, við allavega urðum ekki vör við neitt fyrr en að hún fer að hósta og kúgast og ég hélt að hún væri bara með gras upp í sér, því hún er eins og lítill kálfur sí jórtandi. Ég stakk fingrinum upp í hana en fann þá fyrir steininum,náði honum því miður ekki og hvolfi þá aumingja barninu á meðan Ísól slær á bakið á henni en bölvaður steinninn kom ekki, ég lyfti henni upp aftur til að athuga hvort að hún sé nokkuð að kafna, þá hafði hún náð að kyngja steininum. Argh... hrikalega óþægilegt að lenda í svona, stelpugreyinu leið ekkert sérlega vel og virtist eins og steininn væri fastur í vélindanu því hún grét og fann greinilega til, þannig að við Ísól rukum upp á slysó með hana til að láta athuga þetta. Það er eins hérna eins og á Íslandi maður er látinn bíða endalaust, reynir sko mjög á þolinmæðina. Þetta tók allt í allt 5 tíma, rúmir 4 í að bíða. Auðvitað sást ekki neitt og Selma orðin hin hressasta, asnalegt að bíða allan þennan tíma og reyna svo að sannfæra lækninn um að það væri eitthvað að þessu barni. Æi það er vissara bara að hafa allt á hreinu, það var tekin mynd af bringunni á henni og ekkert sást svo að læknirinn sagði mér bara að fylgjast með því hvort hún fengi hita eða færi að kasta upp, annars ætti bölvaður steinninn þá að skila sér niður um hinn endann. Afhverju geta svo þessi börn ekki lært af reynslunni, hún heldur bara áfram að vilja troða öllu upp í sig, það þarf sko virkilega að hafa gætur á þessari stelpu, hvorki Óðinn né Daði voru mikið fyrir að setja hluti upp í sig en það er sko ekki ávísun á að það gildi fyrir öll börnin manns, ónei!

Já haldiði að það sé hasarinn hérna, aldrei nein lognmolla á þessu heimili sko! Ég reyni að nota þennan litla tíma sem að ég hef útaf fyrir mig til að kíkja í tölvuna og spjalla við kallinn og kannski blogga líka, en mikið hlakkar mig til að fá Sigurjón heim, ég er sko alveg farin að þrá smá einkatíma svona rétt til að hlaða batteríin. Ætla að fara í smá hjólreiðatúr ALEIN! á nýja hjólinu mínu sem að ég fékk afmælisgjöf frá Sigurjóni og börnum, ekkert smá ánægð með það, ég hef ekki átt hjól síðan að ég var krakki. Ég er líka búin að setja inn fleiri myndir á myndasíðuna okkar. Læt þetta svo duga í bili og lofa að vera duglegri hér eftir að skrifa fréttir af okkur(ha Sæa!):-)

Knús frá okkur Vesturförunum.